Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2004, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.2004, Page 13
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 2004 13 . **• -í } Amfetamín fyrir austan Lögreglumenn sem voru við umferðareftirlit rétt fyrir páskana höfðu afskipti af ökumanni sem var á leið um Suðurlandsveg vestan við Selfoss. Vegna við- bragða ökumannsins álykt- uðu lögreglumennirnir að ekki væri allt með felldu hjá honum. Við nánari athug- un kom í ljós að hann hafði í fórum sínum um 60 grömm af amfetamíni. Að sögn lögreglunnar á Sel- fossi var maðurinn hand- tekinn og færður til yflr- heyrslu. Hann er grunaður um að hafa ætlað að selja efnið en ekki er ljóst hvar salan átti að fara fram. Innbrot í nágrenni lögreglu Tvær konur og karlmað- ur voru handtekin í Reykja- vík um hálf- fjögur leytið í fyrrinótt er lögreglumenn komu að þeim þar sem þau voru að brjót- ast inn í íbúð í Bjarnaborg í næsta ná- grenni lögreglustöðvarinn- ar. Fólkið sem er á aldrin- um 20-25 ára var rétt að hefjast handa við innbrotið og hafði spennt upp gluggakarm á einni íbúð- inni í Bjarnaborg er lög- reglumennirnir sáu til þess og handtóku hópinn. Að sögn lögreglunnar voru þremenningarnir í vímu og fengu gistingu í fanga- geymslum. Þjófar í Kópavogi Tilkynnt var um m'u innbrot til lögreglunnar í Kópavogi yfir hátíðarnar. Brotist var inn í 6 bifreiðar og í flestum tilvikum stolið hljómflutningstækjum og geisladiskum. Brotist var inn f tvö fyrirtæki, annars vegar í Hamraborg, þar sem tölvum og tölvubún- aði var stolið, og hins veg- ar við Hlíðarsmára, þar sem stafrænni myndavél var stolið. Einnig var brot- ist inn í íbúð við Lækjar- hjalla þar sem DVD-spiiara og hljómflutningstækjum var stolið. Tyrkjaránið á íslandi árið 1627 var alls ekki einangraður eða sjaldgæfur viðburður því samkvæmt nýju mati Roberts Davis sagnfræðings var þrælahald með kristna Evrópubúa mun umfangsmeira en áður var talið Vestmannaeyjar A þriðja hundrað eyjaskeggjum var rænt afalsirskum sjóræningjum þrælar í barbaríinu Prófessor við Ohio-ríkisháskólann telur að fjöldi þeirra evrópsku, kristnu manna sem hnepptir voru í þrældóm af múslimum í Norður Afríku hafi verið stórlega vanmetinn. Róbert Davis, prófessor í sögu, heldur því fram í nýútkominni bók að þrælarnir sem fluttir voru í bar- baríið hafi verið á bilinu 1-1,25 millj- ón. „Samkvæmt skriflegum heimild- um til þessa hefur mátt ætla að þræl- amir hafi ekki verið mjög margir og áhrifin af þessari þrælatöku hafi ekki verið mikil," segir Davis, „Flestar heimildir skoða þrælahaldið útfrá einum stað og í skamman tíma, en þegar litið er yfir lengri tíma kemur í ljós að þrælahaldið var mun um- fangsmeira og áhrifin meiri en áður var talið.“ Samkvæmt mati fræði- manna til þessa hefur verið talið að að hvítir evrópskir þrælar hafi í mesta lagi verið nokkrir tugir þús- unda en Davis telur að á árabilinu 1530 til 1780 hafi rúmlega milljón mönnum verið rænt og þeir hneppt- ir í þrældóm. Hvít og svört þrælasala eins Fræðimaðurirm vill að þræla- verslun með hvíta menn við Mið- jarðarhaf sé metið á sama hátt og þrælaverslun yfir Atlantshaf með svarta Afríkubúa til Ameríku. Á milli 1500 og 1650 voru 10-12 milljónir Afríkubúar hnepptir í járn og seldir til Ameríku. Telur Davis að á upp- hafsdögum svörtu þrælaverslunar- innar hafi sú hvíta við Miðjarðarhaf- ið verið mun umfangsmeiri. „Svo virðist að almenningur og margir fræðimenn líti á þrælahald sem kynþáttafyrirbæri og að allir þrælar hafi verið svartir," segir Davis prófessor. „Við getum ekki horft á þrælahald sem eitthvað sem hvítir gerðu á hlut þeldökkra." Á því tíma- skeiði sem Davis skoðaði voru það miklu fremur trúarbrögð sem réðu því hver var gerður að þræli en hör- undslitur." Á þessum tíma var það raunveruleg hætta allra sem ferðuð- ust á Miðjarðarhafssvæðinu að lenda í þrældómi og sama má segja um þá sem bjuggu við strendur ítal- íu, Frakklands, Spánar, Portúgals og norður til Englands og fslands." Algengast var að sjóræningjar frá borgum eins og Túnis og Alsír rændu fólki á skipum á Miðjarðar- hafi og Atlantshafi en einnig var far- ið ránshendi um sjávarþorp og íbúar settir í þrælahlekki. A sumum tímum var hættan svo mikil að byggð lagðist af á löng- um strandlengjuköflum á Ítalíu og Spáni. Þegar hvíta þrælasal- an var í mestum blóma voru eyðingaráhrif á sumum svæð- um jafnvel meiri en þau sem evrópskir þrælakaupmenn áttu síðar eftir að valda í Afríku. Áhrif „Tyrkjarána" teygðu sig langt norður og telur Davis til að mynda að alla sautjándu öldina hafi Eng- lendingar misst 400 sjómenn á ári í þrældóm. Ekki kórrétt umfjöllunarefni Sjálfur telur Davis prófessor að ástæða þess að menn hafi ekki skoð- að í heild þetta þrælahald sé að eng- inn hafi beina hagsmuni af því að beina sjónum sínum að því. Þræla- verslun með kristna Evrópubúa falli ekki að þema nýlendustefnu og heimsyfirráða sem menn tengi við evrópska menningu þessa tíma. Mörg þau lönd sem gerðu sig gildandi í þrælaverslun síðar eins og Spánn og Portúgal þurftu áður að þola það að landsmönnum þeirra var rænt í stór- um stíl til sölu í barbaríinu. Davis tel- ur því að sá fræðilegi rétttrúnaður að Algeirsborg Verslunarstaöur með um- fangsmikil viðskipti með evrópska þræla. h'ta á Evrópu miðalda sem heltekna af „illri" heimsvaldastefnu hindri að menn meti Evrópuþjóðir sem þolendur. Fyrir utan réttrúnaðinn hefur skortur á áreiðanlegiun gögn- um valdið því að erfitt hafi verið að mæla umfang hvítu þrælasölunnar. Davis fer þá leið að meta umfangið með því að skilgreina hversu margir þrælar voru á hverjum tí'ma á þræla- strönd Norður-Afríku og meta síðan endumýjunarþörf mannaflakosts- ins. Það er mat Davis að fjórðung þrælahópsins hafi þurft að „endur- nýja" á hverju ári og sé það vísbend- ing um það að harðræði það sem þeir þurftu að þola hafi verið síst minna en það sem svartir Afríku- þrælar urðu fyrir síðar. Rafmagnsgítar ^ magnari poki, ól- snúra -stillir ★ ★ ★ ★ cec c ★★★ Söngkerfi Trommusett frá frá 59.900,- 49.900,- stgr. Gítarinn ehf. Stórhöföa 27, sími 552-2125 www.gitarinn.is • gitarinn@gitarinn.is ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ Klassískir gítarar frá 9.900,- stgr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.