Akranes - 01.01.1959, Page 29

Akranes - 01.01.1959, Page 29
skýra mynd af meginvandamálum sam- takanna. Skal nú vikið að einstökum starfsgrein- um Sameinuðu þjóðanna, verksviði þeirra, afrekum og mistökum. Meginstofnanir samtakanna eru sex talsins: Allsherjar- þingið, öryggisráðið, Efnahags- og fé- lagsmálaráðið, Gæzluvemdarráðið, Al- þjóðadómstóllinn og Skrifstofan. Fyrst verðm' þá fyrir hinn eiginlegi burðarás samtakanna, Allsherjarþingið, sem fer með æðsta úrskurðarvald þeirra og vakir yfir allri starfsemi þeirra á svip- aðan hátt og Jjjóðþing einstakra rikja fylgj- ast með og bera áhyrgð á gerðrnn ríkis- stjóma — að minnstakosti í lýðræðislönd- mn. Á Allsherjarþinginu sitja fulltrúar allra aðildarríkjanna. Hvert ríki getur sent allt að fimm aðalfulltrúum á þingið, en auk- þess er heimilt að senda fimm varafull- trúa og eins marga sérfræðinga og ráðu- nauta einsog þörf krefur. Þannig em sendinefndir stórveldanna oft á annað hundrað manns, en smáriki einsog lsland senda að jafnaði þrjá til fjóra fulltrúa á þingið. Hinsvegar hefur livert riki aðeins eitt atkvæði á þinginu, og em öll atkvæði jafnþung á metunum, hvortsem bakvið þau standa 400 milljónir marma eða ein- ungis 170 þúsundir. 1 upphafi hvers þings eru kosnir for- seti og sjö varaforsetar til árs í senn. Alls- herjarþingið kemur reglulega saman þriðja þriðjudag í september ár livert og situr í orði kveðnu til jafnleuigdar næsta ár, þó sjálfur þingtíminn sé ekki nema tveir til þrír mánuðir. Samkvæmt fjórða kafla stofnskrárirmar (20. grein) má kveðja saman aukaþing að tilmælum fram- kvæmdastjórans, öiyggisráðsins eða meiri- hluta aðildarríkjanna. Hvert einstakt ríki getur sent framkvæmdastjóranum tilmæli um að aukaþing verði kvatt saman. Hann leggur þessi tilmæli síðan fyrir öll aðild- arríkin, og hafi meirihluti þeirra tjáð sig samþykkan tilmælunum innan þrjátíu daga, skal haim kveðja saman aukaþing innan fimmtán daga. Þetta hefur nokkr- um sinnum komið fjTÍr einsog áður var vikið að. Framkvæmdastjórinn er að sönnu virðu- legasti og valdamesti „embættismaður“ Sameinuðu þjóðanna, en frumkvæði hans og framkvæmdavald er bundið við heim- ild Allsherjarþingsins. Forseti þingsins er hinsvegar atkvæðamesti maður samtak- anna hvert kjörtímabil: hann er formæl- andi Allsherjarþingsins útífrá, stjómar fundum þess, fylgist með afgreiðslu mála og vakir yfir því að þingsköpmn sé fylgt. Einnig gegnir hann mikilvægu hlutverki sem sáttasemjari þegar andstæð öfl eigast við á þinginu. Framkvæmdastjórimi og forsetinn hafa yfirleitt mjög náið sam- hand og situr framkvæmdastjóriim venju- lega við hlið forsetans á fundum Alls- herjarþingsins. Að öðru jöfnu kemur Allsherjarþingið saman á Aðalstöðvunum í New York, en það getur sjálft ákveðið að halda fundi annarstaðar. Til dæmist var þingið 1948 haldið í París, og á siðasta þingi (1958) kom fulltrúi Islands fram með tillögu um að halda næsta þing í Moskvu. Einsog gefur að skilja eru málin sem Allsherjarþingið tekur til meðferðar harla sundurleit. Það væri sennilega óvinnandi verk að afgreiða þau öll á sjálfu þinginu, enda er meginstarf þess unnið í sérstökum nefndum sem skipta með sér málum eftir eðli þeirra. Þessar nefndir eru sjö talsins: 1. Stjórnmálanefndin (Political and Security Committee). 2. Efnahagsnefndin (Economic and Financial Committee). 3. Menningar- og félagsmálanefndin AKRANES 29

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.