Akranes - 01.01.1959, Qupperneq 29

Akranes - 01.01.1959, Qupperneq 29
skýra mynd af meginvandamálum sam- takanna. Skal nú vikið að einstökum starfsgrein- um Sameinuðu þjóðanna, verksviði þeirra, afrekum og mistökum. Meginstofnanir samtakanna eru sex talsins: Allsherjar- þingið, öryggisráðið, Efnahags- og fé- lagsmálaráðið, Gæzluvemdarráðið, Al- þjóðadómstóllinn og Skrifstofan. Fyrst verðm' þá fyrir hinn eiginlegi burðarás samtakanna, Allsherjarþingið, sem fer með æðsta úrskurðarvald þeirra og vakir yfir allri starfsemi þeirra á svip- aðan hátt og Jjjóðþing einstakra rikja fylgj- ast með og bera áhyrgð á gerðrnn ríkis- stjóma — að minnstakosti í lýðræðislönd- mn. Á Allsherjarþinginu sitja fulltrúar allra aðildarríkjanna. Hvert ríki getur sent allt að fimm aðalfulltrúum á þingið, en auk- þess er heimilt að senda fimm varafull- trúa og eins marga sérfræðinga og ráðu- nauta einsog þörf krefur. Þannig em sendinefndir stórveldanna oft á annað hundrað manns, en smáriki einsog lsland senda að jafnaði þrjá til fjóra fulltrúa á þingið. Hinsvegar hefur livert riki aðeins eitt atkvæði á þinginu, og em öll atkvæði jafnþung á metunum, hvortsem bakvið þau standa 400 milljónir marma eða ein- ungis 170 þúsundir. 1 upphafi hvers þings eru kosnir for- seti og sjö varaforsetar til árs í senn. Alls- herjarþingið kemur reglulega saman þriðja þriðjudag í september ár livert og situr í orði kveðnu til jafnleuigdar næsta ár, þó sjálfur þingtíminn sé ekki nema tveir til þrír mánuðir. Samkvæmt fjórða kafla stofnskrárirmar (20. grein) má kveðja saman aukaþing að tilmælum fram- kvæmdastjórans, öiyggisráðsins eða meiri- hluta aðildarríkjanna. Hvert einstakt ríki getur sent framkvæmdastjóranum tilmæli um að aukaþing verði kvatt saman. Hann leggur þessi tilmæli síðan fyrir öll aðild- arríkin, og hafi meirihluti þeirra tjáð sig samþykkan tilmælunum innan þrjátíu daga, skal haim kveðja saman aukaþing innan fimmtán daga. Þetta hefur nokkr- um sinnum komið fjTÍr einsog áður var vikið að. Framkvæmdastjórinn er að sönnu virðu- legasti og valdamesti „embættismaður“ Sameinuðu þjóðanna, en frumkvæði hans og framkvæmdavald er bundið við heim- ild Allsherjarþingsins. Forseti þingsins er hinsvegar atkvæðamesti maður samtak- anna hvert kjörtímabil: hann er formæl- andi Allsherjarþingsins útífrá, stjómar fundum þess, fylgist með afgreiðslu mála og vakir yfir því að þingsköpmn sé fylgt. Einnig gegnir hann mikilvægu hlutverki sem sáttasemjari þegar andstæð öfl eigast við á þinginu. Framkvæmdastjórimi og forsetinn hafa yfirleitt mjög náið sam- hand og situr framkvæmdastjóriim venju- lega við hlið forsetans á fundum Alls- herjarþingsins. Að öðru jöfnu kemur Allsherjarþingið saman á Aðalstöðvunum í New York, en það getur sjálft ákveðið að halda fundi annarstaðar. Til dæmist var þingið 1948 haldið í París, og á siðasta þingi (1958) kom fulltrúi Islands fram með tillögu um að halda næsta þing í Moskvu. Einsog gefur að skilja eru málin sem Allsherjarþingið tekur til meðferðar harla sundurleit. Það væri sennilega óvinnandi verk að afgreiða þau öll á sjálfu þinginu, enda er meginstarf þess unnið í sérstökum nefndum sem skipta með sér málum eftir eðli þeirra. Þessar nefndir eru sjö talsins: 1. Stjórnmálanefndin (Political and Security Committee). 2. Efnahagsnefndin (Economic and Financial Committee). 3. Menningar- og félagsmálanefndin AKRANES 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.