Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst LAUGARDAGUR 29. MAÍ2004 3 Þegar preesuhöllin voru haldin meö stœl Pressuballið 1963 Óli Tynes siturhér lengst til hægri i friðum hópigesta á Pressuballinu fyrirrúmum 30árum.A innfelldu myndinni er Öli Tynes í dag. „Þetta voru finustu böll ársins ásamt Stangveiðiballinu og alltaf mikið um dýrðir, góða gesti og prúðbúið fólk,“ segir Óli Tynes fréttamaður á Stöð 2. Myndin er frá Pressu- ballinu 1963 þegar Óli var rétt um tvítugt og SSSEEESBES!! bfað—a-1 bransanum. Pressuböllin á þessum árum voru haldin með stæl og þóttu annar hápunktur sam- kvæmislífsins í landinu enda oft boðið þekktum erlendum gest- um á þau. „Það var alltaf mikið tilstand í kringum þessi böll og komust alltaf færri á þau en vildu," segir Óli sem annars verður ú'ðrætt um hvítan smóking sem hann keypti eitt sinn sérstaklega til að nota á næsta Pressuballi. „Þannig var að James Bond-myndimar nutu mikilla vinsælda á þessum árum og kappinn var alltaf klæddur í hvítan smóking í þeim. Ég hafði verið í blaðamannaskólanum í Árósum þetta ár og keypti mér þennan smóking þar. Ég man svo að í fyrsta skipti sem ég notaði hann var í ferð skólans til Berlínar þar sem hópurinn átti meðal annars að sækja tónleika með sinfómuhljómsveit borgarinnar undir stjóm Herberts von Karajan. Þegar við komum í miðasöluna var hinsvegar búið að selja miðana okkar og í staðinn skelltum við okkur með lest yfir til Austur-Berlín- ar. Og ég man enn hve austurþýsku verkamennimir litu með mikilli iyrirlitningu á mig í þessum smóldng." Hvað Pressuböllin sjálf varðar segir Óli að iilu heilli hafi hátíð- amefndin ákveðið að aflýsa ballinu sem átti að vera 1973 sökum eldgossins í Vestmannaeyjum. Var ekki talið við hæfi að menn væm að dansa meðan byggðin brann í Eyjum. „Og einhvem veg- inn fór það svo að þessi böll vom ekki endurvakin á ný fyrr en í ár. En þetta ball sem haldið var nú síðla vetrar var víst ekki nema svipur hjá sjón miðað við gömlu góðu dagana," segir Óli Tynes með söknuði. Spurning dagsins ____________________Hvað heldurðu að hafi gerst á hvítasunnudag? Jesús birtist lærisveinunum „Er það ekki bara þegarJesús birtist lærisveinunum aftur. Þetta er góð hátíð. Oft koma gestir i heimsókn og þá eldar maður góðan mat." Jóhanna B. Þorvaldsdóttir bóndi „Heilagur andi var sendur til safnaðarins og fyrsta kirkjan var stofnsett." Geir Jón Þórisson yfirlög- regluþjónn „Ég man það bara ekki, ég þarf greinilega að lesa betur biblíusögurn- ar.“ Ingibjörg Pétursdóttir „Þetta er leiðin- leg spurning en þennan dag kom heilagur andi yfir post- ula krists." Úlfur Eldjárn „Þaðergóö spurning sem ég er hins veg- ar ekki alveg með á hreinu." Dagný Eva Eggertsdóttir Með hvítasunnuhátíðinni lýkur páskatimanum og þá eru liðnarsjö vikur frá páskum, og fimmtíu dagar. Á hvítasunnudag fylltust postul- arnir allir heilögum anda og tóku að tala öðrum tungum og fengu skilaboð um að fara út um allan heim til að predika. Hvítasunna er stofndagur kirkjunnar, og einskonar vígsludagur hinnar almennu kirkju sem Guð gefur íJesú Kristi. Heilaskurðaðgerð með borvél Furðufréttir Perúskur læknir, sem stóð frammi fyrir sjúklingi sem orðið hafði fyrir alvarlegum höfuðáverk- um, dó ekki ráðalaus þótt hann hefði ekki við höndina. nein þau tæki eða tól sem yfirleitt em talin nauðsynleg til að lækna slíka áverka. Læknirinn starfaði í smá- þorpi hátt uppi í And- esfjöllum, um það bil 400 kílómetra frá höfuðborginni Lfrna, og þar var aðeins frumstæð læknastofa. Sjúklingurinn hafði lent í slagsmál- um á al- manna- færi og svo hörð urðu þau að maðurinn var höfuð- kúpubrotinn með jám- stöng. Ekki nóg með það, held- ur rak andstæðingur mannsins honum slíkt högg í þessum slags- málum að stórar beinaflísar gengu inn í heila hans. Læknirinn sagði síðar í viðtali að honum hefði verið ljóst að maður- inn myndi fljótlega deyja ef beinaflísarnar yrðu ekki fjarlægðar þegar í stað. En á sjúkrastofu hans voru engin verkfæri til að gera heilaaðgerðir, fyrir nú utan að læknirinn var auðvitað ekki sér- fræðingur í heilaskurðlækningum. „Ég átti ekki um neitt að velja. Ég hljóp út í næstu verkfærabúð og keypti þar borvél og tók svo tang- irnar sem ég nota til að gera við bfl- inn minn,“ sagði læknirinn. „Ég dauðhreinsaði þessi verkfæri og svo boraði ég nokkrar holur í höfuð- kúpu hans svo ég gæti losað beinið sem stungist hafði inn í heilann. Um leið hreinsaði ég með tusku storknaða blóðbletti sem sest höfðu utan á heilann." Læknirinn upplýsti að hann hefði fimm sinnum áður þurft að leita í verkfærabúðina til að út- vega sér tól til að gera læknis- aðgerðir með en í þessi . hefði T verið varlegasta. Sjúklingnum heilsaðist vel. langal- HRAÐI LJOSSINS? Oí )KEI... EN HVER ER HRAÐI MYRKURSINS? STEVEN WRIGHT, BANDARÍSKUR GRÍNISTI. Þeirvoru ¥ SptMt Jóni Magnússyni og Þorsteini Pálssyni voru sem ungir menn vonarstjörnur Sjálfstæöisflokksins og spáð bjartri framtlö. Þeir gengu báöir aö eiga dætur ^ónasar Rafnar Seðlabankastjóra og alþingismanns og voru því mágar. ^orsteinn gekk aö eiga Ingibjörgu Rafnar og hefur haldið henni síðan, en Jón kvæntist Halldóru Rafnar en þau ' skildu. Jón var formaður Heimdallar 1975-77 og for- naður SUS 1977-81, en náði ekki lengra en að verða varaþingmaður og er nú kunnastur af þvi að vera I neytendafrömuður. Þorsteinn fór hins vegar I fjöl- niðlamennsku og leiddi síðan Vinnuveitendasam- bandið, áður en hann varð þingmaður, ráðherra I sendiherra. Tengdamömmubox 201 DC 05 Loftpressa 12/24 66 Itr. 28.799, 14.500.* Mont Banc ferdabox verd frá 32.900. 201 DC 201 Loftpressa 12/24 34 Itr. 201 DC 07 Loftpressa 12/24 95 Itr. 35.300; 201 DC 706 Loftpressa 12/24 95 Itr. m/6ltr. kút aðeins 14 kg. 40500; Reiðhjóla- festing sem fest er á kúluna, einfalt að koma fyrir. 5.700,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.