Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 29. MAÍ2004 HelgarblaO DV í grónu íbúðahverfi í Reykjavík veitir Vigdís Erlendsdóttir Barnahúsi forstöðu. Hún er hjúkrunarfræðingur með embættispróf i sálfræði og Barnahúsi er ætlað að sinna málefnum barna sem grunur leikur á að hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Börn og forráðamenn þeirra geta fengið þjónustu á þessum stað sér að kostnaðarlausu. Norðurlandaþjóðir sækja þekkingu í Barnahúsið hér á landi og Vigdís segir Barna- hús i stöðugri þróun: „Heimsendir hefur skollið á þessu fólki, og það þarfskýrar upplýsing- ar um hvernig á að bjarga sér út úr því og tjasla veröldinni saman aft- ur. Að sjálfsögðu eru mörg börn mjög illa farin eftirþessa reynslu." ■ Vigdís Erlendsdóttir for- stöðumaður Barnahúss bendir á að samkvæmt réttarfarslög- unum eigi dómarar sjálfdæmi um hvernig þeir haga sinni skýrslutöku á rannsóknarstigi, „hvort þeir óska eftir aðstoð kunn- áttumanns og hvort skýrslutakan fer fram utan dómhússins og þá t.d. hér í Barnahúsi.Þeir hafa ólíkar skoðanir á því hvað hentar, sumir telja best að gera þetta í dómhúsi og kveðja til þess kunnáttumenn, t.d. lögreglumenn með reynslu af skýrslutöku en hafa kannski ekki sérstaka þjálfun eins og við. Lögin eru algjörlega skýr, dómarar ákveða þetta og reynslan sýnir að flestir þeirra ákveða að gera þetta hér." Réttarfarslögunum var breytt 1999. „Dómarar sjá um skýrslutökuna og hugmyndin er að forða barninu frá að þurfa að mæta við aðalmeðferð málsins." Vigdís er ekki í vafa um að enn megi betur gera. „Mér finnst að lögin megi ganga lengra, fram- kvæmdina má njörva meira niður en gert er £ lögunum og það má hafa skýrari ákvæði um hvernig á að standa að þessu. Taka eigi skýrslur af börnum undir 15 ára aldri utan dómhúss og tel ég að hagsmunum þeirra sé best borið í Barnahúsi. Kunnáttumann þarf að skilgreina í lögum, nú segja lögin dómarann geta kvatt til kunnáttu- mann, dómarinn ákveður í hverju tilviki hver telst kunnáttumaður." Sérkunnáttan í Barnahúsi „Starfsmenn hér hafa fjölbreytt- an bakgrunn en allir hafa grund- vallarþekkingu £ þroska barna," heldur Vigd£s áfram, „sjálf er ég hjúkrunarfræðingur og hef emb- ættispróf £ sálfræði, hér er l£ka af- brota- og uppeldisfræðingur, starfsmaður með masterspróf £ félagsráðgjöf og ritarinn er með BA- próf í sálfræði. Ef grunur leikur á að barn hafi verið misnotað kynferðis- lega á að tilkynna það barnavernd- arnefnd þar sem barnið hefur fast aðsetur. Nefndin getur kært málið til lögreglu, forráðamenn barnsins eða bara hver sem er, en við ráð- leggjum alltaf að nefndirnar taki það að sér, til þess að taka þann þunga af fjölskyldunni sem stendur í þessu. Hlutverk okkar er mjög skýrt; taka skýrslur af börnunum og könnunarviðtöl ef gerandinn er ósakhæfur fyrir æsku sakir, þ.e. undir 15 ára aldri. Þá er málið einungis kannað sem barnavernd- armál. Nefndirnar hafa skyldur við börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi eða afbrotum, þær eiga að hlutast til um að börnin fái viðeigandi þjónustu og þær geta óskað eftir að við veitum hana þvf að við erum sérfræðingar. Sú þjónusta er fólgin £ viðtalsmeðferð og ráðgjöf við for- eldra eða forráðamenn. Gerendur undir lögaldri koma ekki til okkar en £ undirbúningi er að nýta þessa stofnun á einhvern hátt £ þágu þeirra." Vigdis segir börn sem mis- noti börn hafa til þess aðrar hvatir en fullorðnir menn eða konur, þetta sé stundum hegðunartruflun sem brjótist út á þennan hátt. Og £ Barnahúsi notar fagfólk ákveðna, viðurkennda aðferð við skýrslutökur sem hefur verið rann- sökuð £ Bretlandi og Bandrfkjunum f mörg ár. „Hún hefur fyrst og fremst verið þróuð £ Bandarikjun- um," og til frekari útskýringar bætir Vigdfs við, „aðferðin sýnir bókstaf- lega hvernig maður fær áreiðanleg- an vitnisburð frá þolenda kynferð- isofbeldis. Aðferðin er stöðluð, við styðjumst við handrit þótt við séum ekki að einblfna á það. Það þarf að skapa tengsl og trúnað, athuga hvort barnið hafi vald að þeim hug- tökum sem þarf að nota til að lýsa verknaði af þessu tagi. Ef barnið hefur ekki vald á hugtökunum, get- ur það ekki komið með framburð £ sakamáli sem hægt er að byggja á, en börn hafa vald á hugtökum að einhverju marki, nema ómálga börn náttúrulega. Við tölum ekki við yngri en þriggja og hálfs árs börn með þessari aðferð. Ef yngri börn eru þolendur segjum við dóm- urum að við búum ekki yfir aðferð- um sem hægt er að nota við skýrslutökur af svo ungum börnum. Tfmasetningar og mjög nákvæmar lýsingar eru nauðsyn- legar til þess að ákæra sé möguleg.” Börn í Barnahúsi „Barnið kemst fyrst f snertingu við yfirvald þegar það kemur hing- að,“ áréttar Vigdfs, „ þvf það ermik- ilvægt að menga ekki frásögn þess og þeir tali við þá sem hafa til þess þekkingu. Ef ekki er rétt staðið að viðtalinu getur það eyðilagt málið. Að þvf loknu er barninu og forráða- mönnum þess sagt hvað er framundan, hvað tekur við. Barn- inu er sýnd aðstaðan til læknis- skoðunar hér f húsinu. Hana fram- kvæma kvensjúkdómalæknir, barnalæknir og hjúkrunarfræðing- ur og hún er tekín upp á mynd- band, m.a. til að tryggja sönnunargögn." Að þvf búnu er barnið kynnt fyrir þeim sem ræða á við það og fyrsti túninn er bókaður, „þannig að barnið og þeir sem að þvf standa eiga ekki að velkjast í vafa um hvað tekur við," segir Vig- dís, „heimsendir hefur skollið á þessu fólki, og það þarf skýrar upp- lýsingar um hvemig á að bjarga sér út úr því og tjasla veröldinni saman aftur. Þau verst leiknu eru vistuð á Stuðlum og barna- og unglingageð- deild og við erum í mjög góðu sam- bandi við sérfræðinga þar. Ef um er að ræða sakamál fær barnið réttar- gæslumann þegar málið er kært, hlutverk hans er m.a. að setja fram bótakröfur. Hagsmunagæsla fyrir brotaþola er ákaflega mikilvæg og hefur að mínu viti bætt stöðu þessara barna til muna. Starfsmenn Barnahúss bera ævinlega vitni og við gefum vottorð sem lögð eru fyr- ir dóminn og bótakrafan grundvall- ast á. En bætur snúast ekki um pen- inga heldur undirstrika þær að þolandinn er ekki ábyrgur fyrir verknaðinum, algengt er að börn þjáist af sektarkennd í kjölfar þessarar lífsreynslu. Bæturnar eru eiginlega tákn þessa," telur Vigdís. Og börnunum léttir svo við að segja frá, „þau gráta ekki við skýrslutökur eins og margir kynnu að ætla. Það gætu óreyndir talið mark um ósannsögli en þvert á móti, þeim léttir svo óskaplega. Þau eru laus undan viðjunum." Umræða og umfjöllun Að mati Vigdísar vita börn í dag að þau eiga að segja frá slíkum at- vikum, „sérstaklega þau sem ekki alast upp við stöðuga misnotkun. Ég er með sálfræðistofu mína í Keflavík, þar tala ég m.a. við konur á mínum aldri og eldri sem nú eru að segja frá í fyrsta sinn, það hafði ekki hvarflað að þeim í 30 ár. Ég held að miklu fleiri þolendur kom- ist undir manna hendur en áður var, sem betur fer. Hinsvegar er ég algjörlega á móti mynda- og nafna- birtingum af gerendum, það veitir falskt öryggi. Brot af þessu tagi eru oftar en ekki framin af einhverjum nákomnum barninu, og þau vilja ekki að hann sé á forsíðum blað- anna. Engin rannsókn sem ég hef kynnt mér bendir til að þessar birt- ingar hafl fælingaráhrif, enda er hættulegt að ætla einhverjum öðr- um en þar til bærum yfirvöldum að meta sekt og sakleysi. Þá hefur al- menningur tekið lögin í sínar hend- ur og hann er ekki fær um það, til þess eru tilfinningamar of sterkar." En hvernig fara þá starfsmenn Barnahúss að? „Þetta er umfram allt okkar vinna," svarar Vigdís, „ og það sem gerir þetta auðveldara er að við erum ekki áhorfendur. Við emm menntuð í að verjast því að missa kjarkinn og verða miður sfn, meginatriðið er að gera greinarmun á hvað er manns og hvað annarra. Við eigum að þjóna okkar hlutverki sem fagmenn og geta aðstoðað en ekki dæma. Það þýðir þó ekki að okkur sé sama, við nálgumst við- fangsefnið einungis á annan hátt. Annars brennum við út á 3 mínút- um," segir forstöðumaður Barna- húss. Norðmenn fræddir um Barnahús Vigdís segir Barnahúsið mikið notað, „kerfið og samstarfið virka ef þeir sem að málunum koma vilja það. Lögin krefjast ekki sam- starfsins en margir sjá kostina í að það sé fyrir hendi. Við sækjum námskeið til Bandaríkjanna en Norðurlöndin sækja þekkingu hingað. í næstu viku fer ég til Nor- egs að kynna starfsemina hér og Barnahússhugmyndir eru líka uppi í Svíþjóð og Danmörku. Ný úrræði þurfa tíma til að vinna sér fylgi, barnaverndarkerfið og réttar- vörslukerfið eru ólík en þaú verða að vinna saman. Barnahús stuðlar að virku samstarfi milli réttarvörslukerfis, barnaverndar- yfirvalda og heilbrigðiskerfis," segir Vigdfs Erlendsdóttir, forstöðumað- ur Barnahúss, að lokum. Vfgdfs Erlends- dóttir Vígdís er forstöðumaður Barnahúss þar sem skýrslutaka afbörn- um sem hafa t.d. lentí kynferðislegu ofbeldi feryfirleitt fram. Barna- húsið er I stöðugri þróun og þegar hafa hinar Norðurlandaþjóðirnar sótt þekkingu til þess. Börnum láttin við að segja frá kynferðislegri misnotkun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.