Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 29.05.2004, Qupperneq 34
A 34 LAUGARDAGUR 29. MAÍ2004 Sport DV w íu Mjög sterkur hópur Takahara tæpur Einn öflugasti framherji japanska landsliðsins, Naohiro Takahara sem leikur með HSV í Þýska- landi, er mjög tæpur fyrir leikinn gegn Islendingum á morgun eftir að hann var fluttur á spítala í Man- chester með brjóstverki. „Við höfum ekki fengið niðurstöður úr rann- sóknunum en við gerum ekki ráð fyrir því að hann leiki gegn íslandi," sagði talsmaður japanska Uðsins við breska blaðamenn í gær. Ekki er búist við því að hann geti heldur leikið með gegn Englendingum og svo gæti farið að hann missi einnig af landsleiknum gegn Indverjum 9. júní sem er í undankeppni HM. Þessar fréttir eru mikið áfaU fyrir Zico landsUðsþjálfara því hann er þegar án Hidetoshi Nakata og Norihiro Nishi. Ono mættur Hinn magnaðijapanski kantmaður Shinji Ono er mættur til Englands og leikur gegn Islendingum á morgun. Reuters BrasUíska goðsögnin Zico er þjálfari japanska landsUðsins í knattspyrnu og hann valdi 25 manna leikmannahóp fyrir mótið í Manchester. Helsta athygli vekur að í hópinn vantar helstu stórstjörnu Japana, Hidetoshi Nakata, en hann er meiddur og getur því miður ekki leikið á mótinu. Það er samt enginn skortur á góðum leikmönnum í japanska landsliðshópnum og nokkur nöfn sem íslenskir knattspyrnuáhuga- menn ættu að kannast ágætlega við. Þar fer fremstur í flokki Junichi Inamoto sem leikur með Fulham en hann var áður í herbúðum ensku meistaranna í Arsenal. Inamoto hefur náð ágæús árangri í enska boltanum en hefur ekki alveg fest sig í sessi í byrjunarliði Fulham. Shinji Ono er geysilega hraður og beittur leikmaður en hann er lykilmaður í hinu sterka hollenska liði Feyenoord. Svo koma tveir leikmenn úr ítalska boltanum en það eru Shushuke Nakamura sem leikur með Reggina og svo Atsushi Yana- gisawa sem er á mála hjá Sampdoria. Einn leikmaður kemur úr þýsku deildinni en það er Naohiro Takahara sem leikur með Hamburger SportVeirein, HSV. henry@dv.is íslenska landsliðið í knattspyrnu hefur leik á Manchester-mótinu á sunnudags- morgun er þeir mæta Japönum. DV Sport heyrði hljóðið í Loga Ólafssyni lands- liðsþjálfara og spurði hann út í leikinn Japanski landsliðshópurinn tilbúinn Landsliðsþjálfararnir - Logi Ólafsson og Ásgeir Sigurvinsson - Kta á leikina í Manchester sem mikilvægan undirbúning fyrir leikina í undankeppni HM næsta haust. Má segja að íslenska landsliðið á mótinu sé sterkara en það hefur verið í síðustu leikjum því liðið hefiir endurheimt fyrirliðann Eið Smára Guðjohnsen en hann var vant við látinn í síðustu tveim vináttulandsleikjum. „Þetta leggst mjög vel í okkur. Menn virðast gera sér grein fyrir því hversu gott og mikið tækifæri þetta mót er fyrir okkur sem lið. Síðan er þetta mót gott tækifæri fyrir strákana sem leikmenn því staða sumra þeirra er þannig að það eru lausir endar í þeirra málum þannig að þetta er góður gluggi fyrir þá,“ sagði Logi Ólafsson í samtali við DV Sport ffá Manchester í gær en íslenska landsliðið hafði þá æft á einu æflngasvæða Manchester United. Gott ástand á mönnum Ástandið á íslenska liðinu er gott fyrir utan að Tryggvi Guðmundsson kveinkaði sér örh'úð við lendingu í London og Kristján Sigurðsson varð fyrir h'tilsháttar meiðslum í leik KR og Vflcings á fimmtudag. Þeir ættu engu að síður að vera klárir í slaginn. Enn betri frétúr fyrir íslenska landsliðið eru þær að Eiður Smári Guðjohnsen er klár í slaginn á ný og Logi segir að það skipti miklu máli. „Það er mjög mikilvægt að fá hann aftur og vera með sterkasta liðið því að fyrir okkur er þetta góður undirbúningur fyrir það „Allarytri aðstæður eru fyrir hendi á þessu móti og eiga ekki að gera neitt annað en að hvetja okkur til dáða. Það er góður andi í þessum hóp og þegar allir leggja sig fram erum við til alls líklegir." sem koma skal í haust og við höfum sagt að við æúum að vera með gott lið í höndunum þegar kemur að leikjunum í haust. Það er því mjög kærkomið að allir skuii vera heilir á þessum tíma,“ sagði Logi og bætir við að það skipú miklu fyrir liðið að Eiður skuli spila þessa leiki. Sjálfstraust með Eiði „Við höfum fundið að það veitir liðinu mikið sjálfstraust að hafa Eið Smára í liðinu. Þegar hann og Hermann eru með okkur þá er annað sjálfs- traust í hóp- num því hinir treysta mikið og stóla á þessa menn. En það er miður að það vantar strák- ana frá Noregi en þar er byrjunarliðsmaðurinn Ólafur Örn ásamt Veigari Páli og Gylfa Einarssyni." Japanska landsliðið sló í gegn á HM í Asíu 2002 og menn vita að það verður þrautin þyngri að leggja þá að velli. „Þeir eru með verulega gott lið og hafa verið mikið saman. Við sáum leik þeirra gegn Tékkum í Tékklandi þar sem Japanar unnu 1-0 og þar voru þeir mjög sterkir í fyrri hálflefloium og vörðust síðan vel í þeim síðari. Þeir spila svipað og við og hafa mikið af létúeikandi mönnum. Við erum að sama skapi aðeins líkamlega sterkari en okkur hefur oft gengið illa með þessi létúeikandi Uð. Við þurfum að geta spilað á móú svona Uði," sagði Logi, en hvað þarf helst að varast að hans maú? „Þeir eru sterkir í stöðunni maður á móú manni og það þurfum við að klára í vamarleiknum. Svo gæti maður haldið að þeir væru eingöngu að spila stutt en þeir beita líka löngum sendingum og eru fljótir fram. Það þarf að varast og við verðum að standa okkar plikt í varnarleiknum." Alvöru mót „Þetta er alvörumót með alvörtfliðum og við lítum á það sem gott tækifæri úl þess að þróa og bæta okkar leikskipulag enn frekar. Menn verða að vera einbeittir í sfnum hlutverkum ef vel á að ganga en ef við náum ekki upp baráttugleði og Uðsheildin er ekki á bak við það sem við erum að gera þá erum við ekki nógu góðir. Aftur á móú erum við til alls Uklegir ef þessir hlutir ganga upp. Allar ytri aðstæður eru fyrir hendi á þessu móú og eiga ekki að gera neitt annað en að hvetja okkur til dáða. Það er góður andi í þessum hóp og þegar allir leggja sig fram erum við til aUs lfldegir," sagði Logi Ólafsson, landshðsþjálfari í knattspymu. henry@dv.is JAPANSKI HÓPURINN Yoichi Doi FC Tokyo Yoshitaksu Kawaguchi Nordsjæl. Seigo Narazaki Grampus Eight Atsuhiro Muira TokyoVerdy MakotoTanaka Jubilo Iwata Takayuki Chano lchihara Tsuneyasu Miyamoto G. Osaka Alessandro Santos Urawa Reds Yuji Nakazawa Yokohama KeisukeTsuboi Urawa Reds Akira Kaji FCTokyo Toshiya Fujita Jubilo Iwata Takashi Fukunishi Jubilo Iwata Shushuke Nakamura Reggina Mitsuo Ogasawara Kashima Antlers Junichi Inamoto Fulham Shinji Ono Feyenoord Yasuhitob Endo Gamba Osaka Norihiro Nishi Jubilo Iwata Takayuka Suzuki Heusden Tatsuhiko Kubo Yokohama Atsushi Yanagisawa Sampdoria NaohiroTakahara Hamburg SV Masashi Motoyama Kashima A. KeijiTamada Kawshiwa Betra lið en 1996 Bakvörðurinn enski Gary NeviUe segir að enska landsliöið í dag sé bétra en enska lands- Uðið sem lék á EMI Englandi árið 1996 og datt í undanúrslitum gegn Þjóðverjum efúr vítaspymukeppni. „Ef við leikum af eðUlegri getu og aUir haldast heilir þá er engin ástæða úl annars en að vonast efúr góðum árangri í Portúgal í júní," sagði Gary Nevflle. Erum til alls líklegir V.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.