Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Blaðsíða 6
í þriðja dálki er töluröð, sem sýnir hvern tíma og mínútu
túngl er hæst á hverjum degi; þar af má marka sjáfarföll,
flóð og fjörur.
í yzta dálki til hægri handar stendur hið forna íslenzka
tímatal; eptir því verður árinu skipt í 12 mánuði þrítugnætta
og 4 daga umfram, sem ávallt skulu fylgja þriðja mánuði
sumars; í því tali er aukið viku fimta eða sjötta hvert ár í
nýja stíl; það heitir sumarauki eða lagníngarvika. Merkidagar
íslenzkir eru hér taldir eptir því, sem menn vita fyllst og
réttast.
Árið 18/<íer Summdagsbókstajur: F.—Gyllimtal XVII.
Milli jóla og lángaföstu eru 9 vikur og 5 dagur.
Lengsti dagur í Reykjavík20t. 5401., skemmsti 31. 58 m.
MYRKYAR.
Á árinu 1878 verða þessir myrkvar:
1) Sólmyrkvi 2. Februar, verður einúngis sýnilegur á syðra
helmíngi jarðarhnattarins.
2) Túnglmyrkvi nokkur 17. Februar eptir að túnglið er
gengið undir; þessi myrkvi nær einúngis yfir nokkurn
hluta túnglsins og verður ekki sýnilegur í Reykjavík.
3) Sólmyrkvi 2g. Juli. Pessi myrkvi er ekki mikill, og hefst
hann f Reykjavík kl. 7. 44’ e. m. en er á enda íd. 8. 57’,
en það er fjórðúngi stundar fyrir sólarlag.
4) Túnglmyrkvi 12. August, gengur yfir nokkurn hluta túngls.
Hann hefst í Reykjavík kl. 9. 14’ að kvöldi til og endar
kl. 12 6'. Hæst stendur myrkvinn kl. 10. 40’ og eru þá
7 tólftu hlutar af yfirborði túnglsins myrkvaði.r.
5) Merkurius gengur fyrir sólina 6. Mai. I Reykjavík
kemur hann inn á sólarkríngluna kl. 1. 43' e. m., 45 mæli-
stigum austar en fullt norður á sólarröndinni. Ekki verða
menn þess varir, þegar Merkurius líður af sólarröndinni,
því þá er kl. 9. 19' og er það hérumbil 3/+ stundar eptir
sólarlag.