Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Blaðsíða 56
vættis dauða á dögum Antoninus keisara, og var grafinn í Róm
á þessum degi, sem honum er helgaður.
13. Januar er kallaður geisladagur. Hann er nefndur
svo í Skálholtsbók af Kristinrétti Þorláks og Ketils („Frá
hinum þrettánda degi jóla eru nætur sjö til geistladags"), og í
Sturlúngu og Laurentius biskups sögu (1331), en þó er uppruni
nafnsins ekki öldúngis viss. Það er reyndar alkunnugt, að
helgir menn voru kallaðir geislar, svosem Einar Skúlason kall-
ar Olaf konúng helga „geisla guðs miskunnar sólar", en hvort
Hilarius biskup, sem þessi dagur er helgaður, og andaðist á
Frakklandi 369, hafi sérstaklega verið kallaður svo, er ekki
kunnugt, og vér ætlum það ekki hafa verið, þó að Finnur
biskup vili hafa leidt heiti dagsins þaðan. Það virðist og held-
ur lángt seilzt til safnsins, að draga það af nafni eins af hest-
um Asanna, Gils eða Gisl, sem Finnur Magnússon í Goða-
fræðis orðabók sinni. Líklegast virðist, að nafnið sé dregið af
jólaljósunum, og því nafni þrettándans, að hann er kallaður
ljósa-hátíðin, því þá mátti seinasti dagur jólanna vel kennast
við geisla hinnar afliðnu ljósa-hátíðar. Þegar þrettándi var
haldinn helgur, þá var pistillinn á þeim degi tekinn úr Esajas
spádómum 60. kap. (vers 1—-7) þar sem segir: „Statt upp og
tak við birtunni! því þitt Ijós kemur og dýrðin drottins
rennur upp yfir þér. Sjá, myrkur er yfir jörðinni og dimma
yfir þjóðunum, en yfir þér upp rennur drottinn, og uppi yfir
þér opinberast hans dýrð. Heiðíngjarnir munu stefna á ljós
þitt, og konúngarnir á ljómann, sem upp rennur yfir
þér“, það mátti sannlega segja, að geislar af jólaljósunum
stæði af þessum degi.
15. Januar er kendur við Maurus, sem sumir telja ábóta,
og lærisvein hins helga Benedikts, sem hafi andazt þenna dag
ár 584, en aðrir segja sé hinn sami og Hrabanus Maurus,
sem var merkismaður mikill fyrir lærdóm sinn á dögum Karla-
magnús keisara og þar eptir. Hann var fæddur í Mainz, varð
ábóti í Fulda og síðan erkibiskup i Mainz og andaðist þar 856.
Sumir telja hann til 4. Februari. Hann var lærisveinn Alkuins,
hins nafnfræga kennara keisans Karlamagnús, og hefir eptir-
látið sér mörg rit, sem enn eru til. Þess má geta, að hann
var fyrstur manna til að fylgja því fram, að prédikað yrði á
þjóðversku, eða á alþýðumáli, í staðinn fyrir á latínu, sem
áður haíði verið venja. Saga á íslenzku um Maurus hinn helga
(ábóta, en ekki Hrabanus) er til heil á skinnbók frá 15. öld
í bókhlöðu Svíakonúngs í Stokkhólmi Nr. 2 í arkarbroti.
17. Januar er Antoniusmessa. Hann er kallaður hinn
helgi og hinn mikli, því hann varð fyrstur og frægastur ein-
setumaður. Hann var fæddur i Neðra-Egiptalandi og tók fyrir
sig þegar í æsku sinni að gefa sig i einsetu. Ekki gekk hon-
um þó til þess lestrarfýsn, því hann var ekki bóklæs, en hann
vildi slá huga sínum allsendis frá veröldinni. Hann samdi
reglur um það, hvernig einsetumenn skyldu haga til hjá sér,
þegar þeir væri saman, og fékk nokkra aðra til að sameina sig
(54)