Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Blaðsíða 35
Juni 21. Sýslufundur Eyfirðínga. Samþykkt að halda þjóð-
hátíð ár hvert 2. Juli, kosnir fimm menn í forstöðunefnd
þetta ár.
— 22. Póstgufuskipið Diana kom til Akureyrar.
— 27. Kom til Akureyrar skip með timburtarm frá Mandal
í Noreei; timbrið selt á uppboðsþíngi á Oddeyri.
— s. d. Utskrifaðir úr Reykjavtkur latínuskóla 8 lærisveinar,
þar af einn utan skóla; teknir inn 10 nýsveinar.
— 28. Próf í forspjallsvísindum í prestaskólanum (fimm
gengu undir prófið).
— s. d. Reglur landshöfðíngjans um tilsjón með útflutn-
íngaskipum og farníngarmenn á þeim.
— 29. Johnstrup prófessor og félagar hans lögðu upp frá
Svartárkoti 1 Bárðardal tíl Dýngjufjalla (komu aptur
8. Juli).
Juli 1. Stjórn læknasjóðsins tekin undan umráðum stipts-
yfirvaldanna og lögð undir forræði landshöfðíngjans yfir
Islandi.
— s. d. Gufuskipið Diana kom til Reykjavíkur í fyrri ferð
sinni; flutti 16 farþegja (tór aptur xr. Juli).
— s. d. Nýtt organ (Orgel) kom til Akureyrar kirkju; hafði
kostað 280 krónur.
— s. d. Styrkur sá, er veittur er Ijósmæðrum með konúngs-
bréfi 20. Juni 1766, alls 200 krónur, skiptur upp meðal
76 ljósmæðra af landshöfðíngjanum, eptir uppástúngu
landlæknis.
— 2. Þjóðhátið Eyfirðínga, voru þar nálægt 650 manns.
Þar voru ræður haldnar og kvæði súngin, glímur, dans
og hljóðfærasláttur.
— s. d. Fundur á Þíngvöllum, sem stefndur var til að ræða
um fjárkláðann. Þar mættu hérumbil 20 manns úrýmsum
sýslum, og nokkrir fleiri, 10 höfðu kjörbréí úr 6 kjör-
dæmum, 16 tóku þátt í atkvæðum. Skapti Jósepsson,
ritstjóri Norðlíngs, setti fundinn; Jón Jónsson ritari var
forseti, Björn Jónsson, ritstjóri Isafoldar, skrifari. Fundi
var slitið dagtnn eptir, 3. Juli.
— s. d. Utflutníngaskipið Verona lagði af stað frá Akur-
eyri með allt að 800 vesturfara, og 250 hross. Coghill
hrossakaupmaður hafði með sér 3 hesta klyfjaða með
peníngum, fullum 40,000 krónum, sem allt var fargjald
frá vesturförum.
— 3. Konúngur fellst á að gjöra nokkrar breytíngar við-
víkjandi stjórn á Thorchilii sjóði.
— s. d. Ráðgjafinn fyrir Island neitar um að leggja nokkra
bæi frá Þíngeyrum til Auðkúlu sóknar.
— s. d. Leyfisbréf fyrir kand. Björn Jónsson, ritstjóra Isa-
foldar, að mega stofna og nota prentsmiðju í Reykjavík.
— s. d. Fyrirskipan um burðareyri til brezkra og frakk-
neskra nýlenda.
{1878 3]
(33)