Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Blaðsíða 31
Apríl 2. Leiknir tveir sjónleikir á Akureyri: annar Hrólf-
ur eptir Sigurð Pétursson.
— s. d. Andaðist fyrrum hreppstjóri Helgi Teitsson í Kefla-
vík á Suðurnesjum, nær því 74 ára.
— 4. Landshöfðíngi setti Magnús Stephensen til að rannsaka
jarðabókarsjóðs reiknínginn (1874), með 400 kr. þóknun.
— s. d. Strandaði frakkneskt fiskiskip á Býjaskerseyri.
Skipverjar komust af.
— 6. (7.) Skipskaði undir Jökli, drukknuðu sex menn, en
formanninum (sjöunda) varð bjargað.
— 7. Lög um þingsköp handa alþíngi Islendínga.
— 9.—12. Hafís rak að Keiduhverfi í annað sinn, náðust
nokkur höpp (sbr. Mai).
— 10. Tveir menn lágu úti um nóttina á Hólaheiði og
kólu á höndum og fótum; var annar úr Þistilfirði en
hinn úr Axarfirði.
— s. d. Frakkneskt fiskiskip sigldi á þilskipið Olgu, þar
sem það lá fyrir akkeri við hákarlaveiði undir Ingólfs-
höfða, svo það brotnaði og sökk, en menn komust af.
— 11. Hannes bóndi Gíslason á Fjósum 1 Bólstaðarhlíðar
hrepp hafði 1 32 ár verið refaskytta, og drepið alls 1900
til 2000 dýr.
— 12. Prestarnir á Reynivöllum og á Mosfelli settir um
tvö ár til að þjóna Kjalarnesþíngum.
— 15. Jón ritari Jónsson skipaður at landshöfðíngja, eptir
tilmælum amtmannsins sunnan og vestan, lögregíustjóri
með dóms- og framkvæmdarvaldi í héraðinu milli Hvítár
í Borgarfirði og Hvítár í Arnes sýslu, og skyldi hann
gegna öllum þeim störfum til upprætíngar fjárkláðans,
sem sýslumennirnir í Borgarfjarðar, Kjósar og Gull-
bríngu og Arness sýslum, sem og bæjarfógetinn í
Reykjavík, annars ætti að hafa á hendi.
— s. d. Landshöfðíngi veitir tröken Önnu Melsted styrk
úr landssjóðnum, fyrir að segja til 1 mjólkurstörfum og
annari innanbæjar búsýslu.
— 16. Andaðist Lýður Jónssson, húsmaður á Akranesi,
hafði ort ýmislegt, og sumt prentað.
— 17. Tilskipun um gildi spesíumynta.
— 18. Andaðist húsfreyja Solveig Benediktsdóttir á Holta-
stöðum, kona Jóhannesar Guðmundssonar hreppstjóra.
— s. d. Sanda kirkja í Dýrafirði fær leyfi til að taka til
láns 800 krónur og borga aptur á 16 árum með 50 kr.
árlega og 4 af 100 í leigu.
— 19. Hlutavelta á Grund 1 Eyjafirði, og þar eptir leikinn
sorgarleikur »Sigríður Eyjafjarðarsól« og Búrfellsbiðill-
inn, (24. og 26. leiknir á ný sömu leikirnir).
— s. d. Nokkrar frúr á Akureyri skora á fólk til að safna
samskotagjöfum til Tombola, og ætla að verja því í gjöf
til einhverrar fátækustu kirkju á landinu.
— s. d. Bjarndýr skotið á Miðfjarðarnesi áLánganesströndum.
(29)