Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Blaðsíða 62
Frakkar gjöra út heilan flota skipa til fiskiveiða, og hafa háar
tollálögur fyrir aðrar þjóðir, þvf þeir vilja bægja öllum öðr-
um þjóðum frá, að flytja fisk til Frakídands, svo þeir geti
setið einir sem mest að fiskiverziun sinni.
22. Februar er Pétursmessa, sem er kölluð Péturs stóll.
Sá dagur er í minnfng þess, að Pétur postuli stofnaði biskups-
stól í Antiochia á Sýrlandi, og er sagt hann hafi verið þar 7
ár biskup, áður hann kom til Rómaborgar, en kathólskir segja,
eins og kunnugt er, að Pétur postuli hafi verið fyrstur páfi í
Róm, og ríkt 25 ár. Það eru kölluð »ár Péturs« eða aldur
Péturs, en það hefir lengi verið trú katólskra manna, að eng-
um væri lént að sitja svo lengi á páfastóli. Þó er Pius páfi
níundi, sem nú situr að völdum, búinn að ríkja Iengur og það
svo að munar; í minnlng Péturs postula er einkum haldin minn-
íng hans rómverska stóls (cathedra Romana), og talin til 18.
Januarmán. í Péturskirkjunni í Róm er sýndur forn tréstóll,
sem Pétur postuli á að hafa setið í. Það eru munnmæli í Nor-
egi um Pétursmessu, að Pétur kasti heitum steinum í vatnið,
svo að ekkert vatn leggi eptir þann dag, og enginn sjáfarfs sé
tryggur þaðan af, en það sem viðrar á Pétursmessu-nótt, það
helzt við 40 daga. Með Pétursmessu er talið að vorið komi.
Af þvf, að þessi Pétursmessa er sú fyrsta, sem fellur til á ár-
inu, þá skulum vér geta þess, að eins og nærri má geta eru
sögur ritaðar á fslenzku um Pétur postula, og margar kirkjur,
sem honum voru eignaðar, áttu sögu hans; eru þær samdar á
þrettándu öld og sfðan. Nú eru þær prentaðar í útgáfu Ungers,
sem fyr var getið, og áður f Postula sögum f Viðey.
24. Februar er Ma tthiasmessa. Hann var einnaf Krists
72 lærisveinum, og var kosinn til postula með hlutkesti rétt
skömmu eptir Krists himnaför, í staðinn fyrir svikarann Judas
(Post. gjörn. 1. kap ). Hann segja menn hafi fyrstur prédikað
lærdóminn f Júðaiandi og Galilea, og sfðan á Blálandi (Æthio-
pia). Um Matthias postula er saga á íslenzku rituð og prentuð
f Postula sögum. Dagur þessi er og kallaður Hlaupársmessa,
því á hlaupárum er þar einum degi skotið inn, og heitir Matt-
hiasmessa. Sá dagur er þá 25. dagur Februars.
Marzmánuður var upphaflega hjá Rómverjum fyrsti
mánuður ársins, fram á Julius Cesars daga, en sfðan var hann
hinn þriði. I almanaki Guðbrands biskups er hann kallaður á
íslenzku jafndægramánuður, því í þeim mánuði verða vor-
jafndægur, nálægt Benediktsmessu, eða í seinustu viku góu.
3. Marts er föstuinngángur (1878), og er þess getið áður
(við 17. Februar) að með þessum degi byrjar sjö vikna fastan til
páska, og að fyrstu dagarnir eru sem undirbúníngsdagar undir
föstuna sjálfa. Þess er fyr getið, að föstuinngángs sunnudagur
er kallaður Quinquagesima, af því hann er talinn vera 50. dagur
fyrir páska, þó hann sé reyndar einum degi fyr í tölunni, eða
49. Hann er einnig kallaður t>Esío mihl«, af því að messusöng-
urinn byrjaði að fornu á 71. Davíðs sálmi, sem hefir þessi upp-
(60)