Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Blaðsíða 51

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Blaðsíða 51
ALMANAK, ÁRSTÍÐIR OG MERKIDAGAR. Orðið „almanak" hefir um Iánga tíma verið tíðkanlegt, til að tákna með þvt bæklíng um dagatal ársins og skiptíng þess í mánuði, vikur og daga; þar er og skýrt frá árstíðunum, og hvernig þær skiptast, frá hátíðisdögum og öðrum merkidögum, frá túngla skiptum og öðru fleira. Nafnið er orðið gamalt, en þó ekki svo fornt á íslenzku, sem á öðrum túngum. Lærðir menn telja svo, að það sé komið fyrst upp á Bretlandi (Bre- tagne), og dregið af því, að brezkur múnkur hafi tekið upp á því á þriðju öld eptir Krist, að búa til bæklíng um gáng sólar °g túngls á árinu, og senda út í afskriptum, og hafi sá bækl- íngur verið kenndur við höfundinn, sem hét Guinclan, og kall- aður „spádómur rnúnksins (al manach) Ginklans". Aðrir segja, sem líklegra er, að orðið sé dregið af arabisku orði „al manah“, sem þýðir „tala" eða reiknlngur, aptur aðrir segja það sé persneskt orð „elmenak", sem þýðir nýjársgjöf, því stjörnu- vitríngar í Persalandi hafi verið vanir að gefa konúngi slnum almanak í nýjársgjöf á hverju ári. Áður en almennt varð að kalla tímatalsbæklínginn „alma- nak“, þá var hann hjá oss venjulega kallaður »rím«, og var það eiginlega rit um þá list, að finna ártíðir, hátíðisdaga, túnglkomur og fleira með því að telja á ííngrum sínum; því var það stundum kallað fíngra-rím. Þessi list tíðkaðist almennt um lönd, og var sá reikníngur kallaður á miðalda latínu com- pntus, og samin mörg rit um hann, sem sum eru enn til. Vér höfum frá miðöldunum mikið ritsafn um rímtal og tímatals- reikníng, sem kallað er »RímbegIa«, og eru þar I fornar rit- gjörðir, sem rekja má fram á elleftu öld (Stjörnu-Odda-tal), og þaðan niður eptir. Tvenns konar tímatals rit voru þó mest tíðkanleg. Annað var »kalendaria«, sem voru upprunnin frá latínu-klerkum, og höfðu hinn rómverska tlmareiknlng eins og hann kom frá Róm og tíðkaðist I hinni rómversku kirkju: úr þessu tímatali var búin til tafla, sem mátti heita ævarandi almanak, eða cale.ndariumpetpelvuni, ogskri'fað venjulega fremst eða aptast I hverri messubók, svo þar væri ætíð færi á að sjá tímatals reglur. Þetta fylgdi hverri kirkju, og margir menn höfðu það til að rita í merkis-atburði. Annað tímatals rit var rímstafirnir, það voru trékefli eða tréhríngar með áskornum merkjum og myndum, sem áttu að þýða ýmislegt, eða það voru aflángir hríngir, og skorin á merki á báðar hliðar. Stafirnir voru optast sexstrendir. Stafir þessir voru mest tíðkaðir á Norðurlöndum, og einkanlega I Npregi, og skornar á rúnir til merkja, og ýmsar aðrar myndir. Á íslandi voru bókrírn tíðkan- legri, og er enn til I handritasöfnunum fjöldi rímkvera eptir ýmsa höfunda, einkum frá seytjándu öld og framan af átjándu. Hin eldri eru llklega undir lok liðin. Guðbrandur biskup lét fyrst prenta rímkver á Hólum 1571, að talið er, og síðan eru prentuð rímkver eptir Þórð biskup I Skálholti, Þorláksson, og Jón biskup Árnason. Rím Jóns biskups eptir nýja stíl (Lilii [1878 4] (49)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.