Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Blaðsíða 60
múnkareglu Benediktinamúnka. Hann heimsótti einusinni syst-
ur sína, og vildi síðan halda helm aptur á tilteknum degi, en
hún gat það með bænum sínum, að þrumur og regn kom svo
mikið, að hann varð að setjast um kyrt hjá henni þann dag,
og komst ekki af stað fyr en daginn eptir.
17. Februar. Uppá þenna dag ber níu vikna föstuna á
árinu 1878, og getur það því átt vel við, að skýra hér nokk-
uð frá um föstuhaldið. Fasta var mjög algeng hjá Austur-
landa þjóðum. Gyðíngar héldu föstu á hverju ári, og hjá Tyrkj-
um er heill mánuður á árinu föstutími. Frá Gyðfngum tóku
kristnir upp þann sið að fasta, og meðan katólskur siður var,
þá voru miklar föstur, því að ótöldum föstudeginum í hverri
viku, var jólafasta og nýjársfasta, og sæluviku-fasta var fjórum
sinnum á ári. En þó var merkilegust páskafastan eða lánga-
fasta, sem stundum er talin til nfu vikna eða 70 daga (níu
vikna fasta). Þetta er talið með miklum heilögum þýðíngum.
Guðs fólk var, segja menn, 70 ár í útlegð, og fékk síðan að
snúa heim til föðurlands sfns. Hér er fyrirmynd um hið jarð-
neska líf kristinna manna, meðan þeim er bægt frá að komast
til hinnar himnesku Jerusalem, og til minnfngarum þetta var sett
inn í kirkjuárið 70 daga tímabil, sem er kennt við föstuna. Það
taldist aptur á bak frá hvíta laugardegi, sem kallaður var in albis,
eða laugardeginum fyrir fyrsta sunnudag eptir páska, og var sá
dagur(þ.e.sjötugastidagurþaráundan)kaIlaður^í7>/'?/aig'<'í/OTír
eða sjötugasti dagur. Næsti sunnudagur var kallaður Sexagesima,
þ.e. sextugasti dagur. Þareptirföstuinngángs sunnudag. Quinqua-
gesima, þ. e. fimtugasti dagur,og fyrsti sunnudagur í föstu Quadra-
gesima, svo sem þá væri -lo dagar til páska. Allar þessarföstutíðir
höfðu sínar þýðfngar og takmarkanir. Múnkar með ströngum regl-
um byrjuðu með níu vikna föstu, prestarnir með sjö vikna föstu
og alþýða með fyrsta sunnudeginum í föstu. Og þessi fösturegla
er frá sjöttu öld eptir Krist. Upphaflega var fastan einúngis
lángifrjádagur og laugardagurinn fyrir páska; á fimtu öld, og
máske fyr, voru menn farnir að halda þriggja daga föstu á
hverri árstíð: f Marts vorföstu, í Juni sumarföstu, í September
haustföstu, og í December vetrarföstu. Þetta var kallað je/u-
nium quatuor temporum, eða „fjögra árstfða fasta“, og tvær
af þessum lögðust saman við lángaföstuna og jólaföstuna.
Þegar fastan var nú orðin svo löng, að hún átti að standa
frá öskudegi til skfrdags, þá þurfti fólk að búa sig undir svo
lánga föstu og iðrunartíð, og það var gjört með þvf, að auka
sem mest gleðina áður en föstutíminn byrjaði, og prestarnir
tóku vægilega á því. Þaðan er sprottin gleði sú og leikar, sem
altítt er í kathólskum löndum að hafa áður en fastan byrjar.
Það heitir á alþýðumáli »carneval«, og er dregið af carne
vale (far nú vel, kjöt!). Gleði þessa og leiki vilja menn leiða
útaf siðum hjá Rómverjum, sem höfðu leiki Pan skógagoði til
minníngar um þetta mund ársins, og kölluðu Lupenalia. En
hér var og margs annars að minnast. Fastan varð að standa
um 40 daga, því svo marga daga fastaði Móses á Sinai-fjalli,
(58)