Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Blaðsíða 59

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Blaðsíða 59
ur, að leiða konur i kirkju eptir barnburð, er kominn frá kyndilmessunni og þeim helgisiðum, sem þarvið voru tíðkaðir; konan skyldi bíða 6 vikur, og síðan skyldi hún fara til kirkju og þrjár konur eða fleiri fylgja henni. Prestur fékk þá vax- kerti að gjöf og „offur" að auki, og leiddi konuna í kirkju með tendruðu Ijósi. I skipun Magnús biskups Gizurarsonar (1224) er skipað svo fyrir, að konur þær einar, sem eiga börn með bændum sínum, skuli leiða í kirkju með loganda kerti, en ekki aðrar konur, sem börn eiga (ílausaleik) Isl. Fornbr. safn I, 437 og víðar. Af því vaxljós voru vígð, trúðu menn þvf, að þau ræki á burt alla illa vætti, því sú trú var á um allt það, sem vfgt var, og vaxljós voru einkum látin brenna við vöggur ó- skírðra barna, við sóttarsængur sjúkra manna, við líkbörur, o. s. frv. Um veðráttufar höfðu menn mikla trú á kyndilmessu. Pað er gömul trú, og hefir að minnsta kosti verið almenn i Noregi, að björninn liggi kyr í skjóli um veturinn, fæðulaus, og sjúgi hramma sfna, því segja þeir að aldrei sé að óttast ófrið fyrir penfng af birni á vetrardag, heldur af úlfi einúngis. Því kalla og skáld á Islandi veturinn „bjarnar nótt«, því þá sofi björninn. Það er munnmæli, að björninn liggi á eina hliðina fram til kyndilmessu, en snúi sér þá, og liggi á hinahliðina til vordaga, 3. Februar er Blasiusmessa. Hann var biskup í Ar- meniu, og lét lff f pfslarvætti hérumbil 302, þegar Diocletianus var keisari. Þenna dag byrjar vetrarvertíðin á Suðurlandi, en ekki er leyft að Ieggja net þá enn í kríngum Faxaflóa. I Nor- egi hafa menn viljað draga það af nafni Blasius, að þenna dag væri blástursamt, og því þora menn ekki að nefna daginn með sínu rétta nafni, því þeir óttast, að þá muni blása mikil hvass- viðri. Blasius biskup hafði lifað lengi í helli einum, undir ofsóknum Diocletians, og læknað ýmsa sjúkdóma bæði á mönn- um og fé; en seinast var hann tekinn og píndur, og að lykt- um hálshöggvinn 3. Febr. 283. Saga af honum er rituð á ís- lenzku, og er til á skinnbókum í safni Arna Magnússonar og á skinnbók í bókhlöðu Svíakonúngs f Stokkhólmi Nr. 2 f arkar- broti. Brot af sögunni hefir átt Magnús Stephensen háyfirdóm- ari í Viðey, og er meðal handrita hans í safni háskólans f Kaupmannahöfn, Nr. 23 á skinni, 4. Februar er kenndur við Veroniku. Þessi kona var Gyðíngur og bjó í Jerusalem. Hún var sú hin sama, eptir þvf sem segir í hinum helgu sögum, sem hafði verið blóðfallssjúk í tólf ár, og varð heil þegar hún snerti klæðafaldinn Krists (guðspjall 24. sunnudag eptir Trinitatis). Þegar Kristur gekk og bar krossinn varð Veronika á vegi hans, og léði honum klút til að þurka af sér svitann. í klútnum varð sfðan eptir mynd hans, og urðu mörg jarteikn ef sá klútur var borinn yfir menn eða skepnur. Um þetta er ort í Veroniku kvæði, og segir þar að Veronika hafi dáið um sama leyti, sem Titus Vespasianus vann Jerusalem og eyddi hana. 10. Februar er kenndur við Skólastiku. Hún var heilög mær og var systir Benedikts frá Nursia, sem var höfundur [1878 5] (57)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.