Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Blaðsíða 63

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Blaðsíða 63
hafsorð. — Á þenna dag fellur Jónsmessa Hóla-biskups Ogmundarsonar; hún var fyrst lögtekin á alþíngi ár 1200, og þá voru tekin upp bein hans eða helgur dómur, eptir fyrirsögn Brands biskups Sæmundarsonar, þenna dag 3. Marts, og áheit gjör, en hátíð þessi var fallin svo úr gildi, að í tíð Auðunnar biskups 1320 þá voru súngnar tíðir að eins, en eigi haldið heilagt, en þá var endurnýjuð hátiðin af Auðunni biskupi og skipað að sýngja tvöfalt síðan á þenna dag í öllu Hóla stipti. Onnur hátíð í minníng Jóns biskups var á andlátsdag hans 23. April, Hvorug þessara messna er í danska almanakinu. Af Jóni biskupi helga eru til þrjár sögur, og eru prentaðar í Biskupasögum, þær sem á íslenzku eru (Biskupas. I. B.); þær eru merkilegar og harla gamlar. 5. Marts. Hvlti Týsdagur og Sprengikvöld. 6. Marts. Öskudagur, sjá við föstuna 17. Februar. 9. Marts er haldin minníng 40 riddara. Það er minníngar- dagur þess, að 40 rómverskir hermenn voru píndir og seinast brenndir fyrir trúarinnar sakir, í borg sem hét Sebasta í Ar- meníu, á tímum Licinius keisara ár 320. Um písl þessara 40 riddara er saga til á fslenzku, og er á skinnbók í safni Arna Magnússonar, Nr. 623 4to. Það var trú margra, að það sem viðrar á dag 40 riddara, því hinu sama mun viðra í 40 daga á eptir. 12. Marts er Gregoriusmessa haldin, í minníng Gre- gorius páfa hins fyrsta, sem og er kallaður hinn mikll. Hann var hinn ágætasti maður, og ríkti fyrir og um 600. Það er einkum talið honum til frægðar, að hann kom kristni á Eng- land. Það var siður hans að kaupa úr þrældómi fátæk börn, einkum af Norðurlöndum, og þess er getið, að það hafi verið siður í Noregi, að fátæk börn, og einkum stúlkur, hafi klædt sig í allskonar prjál að gamni sínu dagana frá 1. Marts til Gre- goriusmessu, og kallað sig Gregoriusbrúðir og Gregoriussveina, og farið svo húsa á milli og beiðast ölmusu. Þetta mun án efa vera sprottið af því, að Gregorius páfi var mikill skólavin- ur, og að honum til heiðursminníngar var haldin á Gregorius- messu hátíð f skólanum, en Gregorius páfi hinn fjórði skipaði messudaginn. Til er saga af Gregorius páfa f safninu af helgum mönnum, sem er á skinnbókum í safni Svíakonúngs í Stokkhólmi Nr. 2 og 3 f arkarbroti. 13. Marts. Imbrudagar eða Sæluvika. Þess var áður getið um fösturnar (17. Febr.), að fjórar föstur voru haldnar á ári, ein á hverjum fjórðúngi árs, og voru kallaðir fjögra ár- tíða föstur (jejunia quatuor temþoruvi). Þá var viku fasta í hvert sinn, og átti að gefa fátækum mat sinn, því er kölluð Sæluvika, að þá áttu fátækir að eiga gott. Nafnið er ýmislega afbakað úr latínunni, og er orðið úr því Quatember, Tamperdag (á dönsku) og Emberday (á ensku) en á íslenzku heita það Imbrudagar. I einu fornu riti er heiti Imbrudaga leidt af imbres, sem þýðir regnskúrir, svo að Imbrudagar þýðaeptirþví „skúrdaga", og segir höfundurinn að þaðséafþví, aðþeirsé „fyrst (61)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.