Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Blaðsíða 64

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Blaðsíða 64
til regns settir". Það hefir verið munnmælasaga á íslandi, að á Vestfjörðum hafi verið rík kona, Imbra að nafni, sem hafi haldið vinaboð fjórum sinnum á ári, og þar af hafi imbrudagar nafn sitt, því þá hafi hún haldið vinaboð sfn. 16. Marts er Gvöndardagur eða, sem hann er almennt kallaður á Islandi, Gvendardagur. Hann er haldinn í minníngu Guðmundar Arasonar, Hólabiskups, sem kallaður var hinn góði, og var mikil trú á honum um allt Island. Af Guðmundi bisk- upi er saga, eða eiginlega þrjár sögur, sem sjá má af Biskupa sögum (I, 508—618 og II, 3—220), en hið íslenzka Bókmenta- félag hefir látið prenta. Hann var fæddur í Eyjafirði 1160, var vfgður til biskups á Hólum 1203, og andaðist 1237. Auð- unn biskup lét taka upp bein hans 1314 og fylgdi þvf fram, að hann yrði talinn í helgra manna röð. Skrín hans var sett á Hólum, og optar en einu sinni var fé safnað og sent utan til þess að fá hann tekinn í helgra manna tölu í Rómaborg, en því varð þó aldrei framgengt, og féð fargaðist, en á íslandi var hann ávalt dýrkaður með helgum mönnum. Pontoppidan hefir getið um, að einhver Norðmaður hafi dýrkað helga mynd, sem hann kallaði Guðmann, og hélt veranorrænamynd; þaðmun án efa hafa verið líkneskja Guðmundar biskups. Arni Magnús- son fékk Ola Römer, stjörnufræðíng Dana, til að setja Guð- mund biskup og Þorlák biskup í helgra manna röð í hinum dönsku almanökum, og standa þar nöfn þeirra síðan 1705. 17. Marts. Geirþrúðardagur var haldinn í minnfng Geirþrúðar hinnar helgu; hún var abbadís 1 Brabant, og and- aðist á þenna dag nálægt 660, eptir að hún hafði verið abba- dís í fjórtán ár, en henni var lýst í helgra manna tölu af Ho- norius páfa hinum þriðja löngu sfðar, í byrjun þrettándu aldar. Dagur Geirþrúðar var á rímstöfum merktur með broddstaf, því þá sögðu menn, að Pétur postuli kæmi með stafinn sinn og reyndi ísinn með broddinum, hversu sterkur hann væri. því þá væri farið að nálgast vorið og ísinn að veiklast. A Geir- þrúðardag vænta menn hrfðar og storma, og nafnkenndur er á Islandi Geirþrúðarbylur, sem einu sinni kom á þessum degi, og varð mikill skaði að, svo hann var lengi hafður í minnum. 20. Marts eru vor-jafndægur, þá eru jafnlángir dagar og nætur, og kemur sól upp um miðjan morgun eða Þyí nærri, og sezt hérumbil um miðaptan. Jafndægrin haust og vor hafa orð á sér fyrir, að þá sé stormasamt, og eru það kallaðir jafndægrastormar. 21. Marts er Benediktsmessa i minníng Benedikts á- bóta frá Monte-Cassino, sem var höfundur hinnar elztu múnka- reglu á Vesturlöndum, er bar hans nafn. Þessi múnkaregla varð einhver hin frægasta, einkum fyrir lærdómsiðnir og bók- fræði múnkanna af þessari reglu. Þeir voru kallaðir svart- múnkar, af þvl þeir höfðu svört regluklæði. A íslandi voru Benediktsmúnka klaustur stofnuð: á Þíngeyrum (1120); á Þverá í Eyjafirði (Múnkaþverá 1155), en nunnuklaustur af sömu reglu (62)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.