Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Blaðsíða 27
ÍSLANDS ÁRBÓK 1876.
Januar. Reikníngur hins eyfirzka ábyrgðarfélags telur eptir-
stöðvar 31. Oktbr. 1875: 25,298 kr. 12 a.
— 4. Skýrsia um prjónavél 1 Asi í Hegranesi; stærð: i3/4 al.
a iengd og 1 al. á breidd. 120 lykkjur; niá prjóna með
henni 7—8 pör sokka á dag; verð 290 krónur; undirgjöf
á sokkana 20 aurar.
— 6. Bæjarstjórn Isatjarðar kaupstaðar falar kennara til
barnaskóla þar í bænum.
— s. d. Tombola og sjónleikur á Reynistað; komu saman
um 300 manns. Keypt harmonium handa kirkjunni fyrir
samskotafé.
— 8. Kjöríundur í Reykjavfk til bæjarstjórnar. 240 kjós-
endur; 93 mættu. Kosinn Einar Þórðarson prentari með
58 atkvæðum.
— s. d. Reikníngur sparisjóðsins á Siglufirði (eign sjóðsins
hérumbil 7000 krónur).
— 9. Andaðist skólapiltur Gísli Björnsson Þorvaldssonar
frá Hoiti undir Eyjafjöllum, 22. ára.
— 10. Drukknuðu 6 menn á ferju 1 Fiskivötnum (Þykkva-
bæjarvötnum í Rangárvallasýslu).
— 14. Reiknfngsyfirlit yfir tekjur og útgjöld Islands 1874;
talið afgángs útgjöldum 42,654 rfkisdalir 82 sk. (þ. e.
rúmlega 83,000 krónur).
— 17. Landshöfðíngi skiptir niður 2000 krónum, sem hafa
verið veittar prestaekkjum og börnum þeirra, og til
styrktar fátækum uppgjafaprestum og prestaekkjum.
— s. d. Landshöfðíngi ánafnar 7 fátækum brauðum 300 og
200 krónur hverju, úr landssjóði, með því skilyrði, að
prestar verði koranir þángað í sumar.
— s. d. Landshöfðíngi skiptir niður fjárstyrk, sem veittur
er af landssjóði handa fátækum brauðum til uppbótar.
— 19. Kirkju- og kennslustjórnin skýrir háskólaráöinu frá
þeim styrk af stúdentasjóðnum, sem verði veittur íslenzk-
um læknaefnum til að fara til háskólans í Kaupm.höfn
og gánga á fæðíngarstofnunina (150 kr. íerðakostnað
og 50 krón. á mánuði í 8 mánuði).
— 20. Skip fór frá Reykjávík til Irlands og flutti bréf til
Danmerkur og Englands.
— s. d. Drukknuðu 4 menn í fiskiróðri frá Arnardal við
Isafjarðardjúp.
— s. d. Landshöfðínginn ritar amtmanninum sunnan og
vestan um dómsvald Jóns ritara í fjárkláðamálinu.
— 21—25. SkýrslaumsýslunefndarfundÞfngeyíngaíHúsavlk.
— 28. Boðuð stofnun sparisjóðs 1 Alptaneshrepp, níu stofn-
endur og ábyrgðarmenn.
— 29. Fyrri ársfundur í búnaðarfélagi Suðuramtsins.
— s. d. Andaðist Solveig Guðmundsdóttir, prófasts Vigfús-
sonar, húsfreyja á Utibleiksstöðum f Miðfiröi, 38 ára gömul.
(25)