Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Blaðsíða 55

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Blaðsíða 55
sögum katólskra manna, og í kvæði Jóns biskups Arasonar, Ljómunum, eru þeir nefndir Caspar, Melchior og Balthasar. Aðrir nefna þá öðrum nöfnum. Saga „um ena heilögu þrjá konúnga" er til á íslenzku og rituð að líkindum á fimtándu öld, á skinnbók f bókhlöðu Svía konúngs i Stokkhólmi, Nr. 3 í arkarbroti. Þrettándinn var lengi haldinn sem mikill helgi- dagur, og var fyrst af tekinn 1770 (kansellibréf 9. Marts 1771) eptir tilskipun, sem Struense útvegaði. 7. Januar var kölluð Eldbjargarmessa, því þá skyldi slökkva jólaeldinn og jólaboðsgestirnir ríða af garði; þá voru jólin úr gaiði gengin. Þess er getið, að f Þelamörk i Noregi var þessi dagur helgur haldinn og kallaður Eldbjargardagur, í minníng þess, að sólin var þá að koma aptur fram með yl sinn og eld, eptir sólhvörfin. Þá var drukkið Eldbjargarminni. Mat- móðirin í húsinu kom inn með ölbolla, staðnæmdist fyrir framan eldstóna og drakk skál eldsins með þessum formála; Svo hár minn eldur, en hvorki hærri né heitari heldur. Sfðan var drukkið svo, að menn settust á gólfið með bollann millum fóta sér og hendur fyrir aptan bakið, tóku síðan boll- ann upp með tönnunum, tæmdu hann og köstuðu honum aptur fyrir höfuð sér. Ef bollinn kom niður á hvolfi, þá var maður feigur, og skyldi deyja á ári þvf, sem fór í hönd. Þessi dagur er í Danmörku og Noregi helgaður Knúti her- toga. Það var Knútur lávarður, sonur Eirlks eygóða Dana- konúngs. Hann var hinn vinsælasti maður í Danmörku, og var settur jarl í Slesvík, en síðan var hann svikinn af Magnúsi Nikulássyni frænda sínum, og drepinn á Sjálandi nálægt Hríng- stöðum, 7. Januar 1131. Sonur hans var Valdemar Dana kon- úngur hinn fyrsti, sem fékk páfann til að lýsa yfir helgi Knúts 1770. í Knytlínga sögu er sagt frá um ætt og uppruna Knúts lávarðar og um Valdemar son hans og fleiri ættmenn. 10. Januar er nefndur Páll einbúi. Plann var einsetu- maður og andaðist hérumbil ár 341. Sumir telja hann fyrsta einsetumann. Saga af Páli heremita er líklega hin sama, og er til á íslenzku heil í skinnbók frá fimtándu öld í Stokkhólmi, Nr. 2 í arkarbroti. 11. Januar er Brettivumessa. Hennar dagur var haldinn í Noregi og á Islandi frá fornu, og er haldið hún hafi verið frá Irlandi (Brictiva). Af henni er á íslandi komið konunafnið Broteva, sem er nú orðið sjaldgæft, en var fyrrum tfðkan- legt. Þegar talið var fólk á Islandi 1860 voru þó í Eyjafjarð- ar sýslu einni fimm Brotevur, en annarstaðar á landinu var víðast engin með því nafni, og engin er þá nefnd Brettiva. Hyginus (sem minnzt er á við 12. Januar) var tíundi biskup í Róm, sem talið er. Um hann er sagt, að hann hafi fyrstur skipað guðfeðgin við barnaskírn, svo að skírð börn væri ekki hjálparlaus í ofsóknunum móti kristnum, ef þau misti foreldra sína eða yrði munaðarlaus. Hann leið píslar- (53)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.