Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Blaðsíða 58

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Blaðsíða 58
Gamaliel. Hann ofsókti þá harðlefía kristna menn, og var send- ur til Damaskusborgar í þeim erindum, en á leiðinni snerist hann til trúarinnar á Krist. Hann var þá skírður og nafni hans breytt og kallaður Paulus, þar sem hann áður hét Saul- us. Atburður sá, sem kom honum til að breyta trú sinni, er sagður í Postulanna gjörníngabók 9. kapítula. Upp frá því var hann hinn ákafasti boðari kristinnar trúar, fór víða og stofnaði söfnuði og ritaði bréf til þeirra, sem eru meðal bóka Nýja testamentisins, því hann var tekinn í röð postulanna, þó hann hefði aídrei verið lærisveinn Krists sjálfs. Af Páli postula eru ritaðar miklar sögur á íslenzku, bæði í Postula sögum og svo sérstaklega, og eru margar þeirra fornar og merkiíegar. Þær eru seinast gefnar út á prent af Unger, prófessori í Kristíaníu í Noregi, 1874. — Það heíir verið trú f Noregi, að Páll sá, sem Pálsmessa hefir dregið nafn af, hafi verið annar en post- ulinn, kappi mikill og mesti bogmaður, hafa þeir því á rím- stöfum sínum rist það boga, sem þessi messudagur er settur, og kallað þar »Pál skyttara«, eða Pál með bogann, sem háði bardaga framan af deginum, en hélt síðara hluta dagsins helg- an. Eptir sögunum var Páll postuli hálshöggvinn með sverði, og því hefir mynd hans, eptir Thorvaldsen, sverð til einkennis; það getur og táknað hans hvössu mælskulist og málsnild. Píslarvætti hans er talið hafa orðið á árinu 66 eptir Krists fæðíng. Februarius er í almanaki Guðbrands biskups kallaður Föstugángsmánuður. Hann var hjá Rómverjum upphaflega seinasti mánuður ársins, en síðar hinn annar í röðinni, og dró nafn af hreinsunar eða friðþægingar fórnum, sem hétu februa, og voru einkanlegá bornar fram í þessum mánuði, 1. dagur Februars ber nafnið Brigida. Hún er sagt að hafi verið heilög^ mær á Irlandi á fimtu eða sjöttu öld. Nafnið Brigida varð á íslandi Brí et eða Bríget, og hafa stöku konur borið það nafn. Svipað er nafnið Birgitta, sem einnig er til, og er orðið frægast af Birgittu hinni helgu. Hún lifði í Sví- þjóð á fjórtándu öld, og hefir eptirlátið sér spádómsoók og fleiri rit, sem voru haldin heilög og menn höfðu almennt trú á. Hún sjálf var tekin í helgra manna tölu 7. Okt. 1391. 2. Februar hefir nafnið kyndilmessa, eða hreinsunar- hátíð Maríu, því þann dag átti María að hafa haldið hreins- unarhátíð sfna, 40 dögum eptir fæðíngu Krists. Eiginlega er nafnið Kyndilmessa komið af missa candelarum, eða kertamessa, af því þá voru vígð kertaljósin, sem átti að hafa til kirkjunnar árið um kríng. Kyndilmessuhátíð var skipuð af Justinianus keisara 524, en þá var pestnæmur sjúkdómur í Miklagarði, og treystu menn því, að Maria mundi eyða pestinni. Sergius páfi skipaði sfðan (690), að vfgja skyldi á kyndilmessu öll þau kerti sem ætluð væri til kirkjunnar á árir u. í Róm vígir páfinn sjálfur kertin og stökkvir á þau vígðu vatni og fær síðan kar- dínálum til að bera þau um kirkjuna og um göturnar. Sá sið- (56)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.