Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Blaðsíða 36
Juli 4. Synodus eða prestasamkundan haldin í Reykjavík.
— s. d. Andaðist Magnús bóndi Einarsson 1 Skáleyjum,
rúmlega áttræður að aldri.
— 5. Sjúkrahúsinu á Akureyri veittar 2000 krónur úr lands-
sjóðnum að gjöf, eptir fjárlögunum.
— 6. Stjórn ómálaskólans í Kaupmannahöfn telur úr að
senda ómála úngllnga til Kaupmannahafnar, en ræður
til að senda þá til síra,Páls Pálssonar 1 Hörgsdal.
— s. d. Ráðgjafinn fyrir Island neitar um að auglýsa fyrir-
fram frumvörp stjórnarinnar til alþingis hin helztu.
— s. d. Annar ársíundur í búnaðarfélagi suðuramtsins í
Reykjavfk.
— s. d. Aðalfundur í hlutaverzlunarfélaginu 1 Reykjavík.
— 8. Byrjaði annar árgángur blaðsins Norðlíngs á Akureyrí.
Ritstjóri Skapti Jósepsson.
— g. Attæríngitr kom til Reykjavíkur af Isafirði. Formaður-
inn var Sölvi Þorsteinsson, skipverjar þrír; þeir höfðu
verið tvo sólarhrínga á ferðinnr og siglt fyrir öll annes.
— 10. Auglýsíng um, í hvaða fángelsi afbrotamenn eigi
að taka út hegníngu sína.
— s. d. Erindisbréf handa lögreglustjórum um fángelsis-
stjórn þeirra.
— 11. Diana fór frá Reykjavík með nokkuð af varníngi
og nálægt 40 farníngarmenn.
— s. d. Gufus.kip Verona kom í annari ferð á Seyðisfjörð,
að sækja útflutnfngsmenn til Vesturheims (fór með 1150
manna alls).
— 12. Lán veitt Kálfatjarnarkirkju úr viðlagasjóði.
— s. d. Fundarskýrsla (amtmanns) frá amtsráðinu í suður-
amtinu f Reykjavfk 8.—10. Juni 1876.
— s. d. Maður einn á báti fra Ivarshúsum í Garði hreppti
landsynnfngs storm og náði eigi landi; hann sigldi upp
að Knararnesi á Mýrum.
— 13. Fundarskýrsla (amtmanns) frá amtsráðinu í vestur-
amtinu í Stykkishólmi 21.—23. Juni 1876.
— 14. Gengumiklarsögurumóvenjulegtdýreðaskrímsli.sem
átti að vera séð við tjörn nokkra hjá Katanesi á Hval-
fjarðarströnd. Eu úr dýrinu varð eintóm sjónhverfíng.
— s. d. Auglýsíng, að böggulsendíngar milli Danmerkur
og þeirra hafna á Islandi, sem póstgufuskipið kemur á,
megi vera 10 pund.
— ig. Landshöfðíngi leggur * styrk 1000 kr. til sæluhúss-
bygglngar á Koiviöarhól, og hvetur til að gjöra sem
fyrst við Svínahraun.
— s. d. Landshöfðíngi samþykkir, að gjört verði í sumar við
veginn yfir Holtavörðuheiði, og veitir til þess 1500 krónur.
— 20. Dýralækni hafði verið sagt upp ista Mai, en nú eru
amtmenn beðnir um álit sitt um það, hvort leggja skuii
fyrir alþíng lagafrumvarp um, að settur verði dýralæknir
1 hverju amti, eða hverjum fjórðúngi.
Í34)