Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Page 55

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1878, Page 55
sögum katólskra manna, og í kvæði Jóns biskups Arasonar, Ljómunum, eru þeir nefndir Caspar, Melchior og Balthasar. Aðrir nefna þá öðrum nöfnum. Saga „um ena heilögu þrjá konúnga" er til á íslenzku og rituð að líkindum á fimtándu öld, á skinnbók f bókhlöðu Svía konúngs i Stokkhólmi, Nr. 3 í arkarbroti. Þrettándinn var lengi haldinn sem mikill helgi- dagur, og var fyrst af tekinn 1770 (kansellibréf 9. Marts 1771) eptir tilskipun, sem Struense útvegaði. 7. Januar var kölluð Eldbjargarmessa, því þá skyldi slökkva jólaeldinn og jólaboðsgestirnir ríða af garði; þá voru jólin úr gaiði gengin. Þess er getið, að f Þelamörk i Noregi var þessi dagur helgur haldinn og kallaður Eldbjargardagur, í minníng þess, að sólin var þá að koma aptur fram með yl sinn og eld, eptir sólhvörfin. Þá var drukkið Eldbjargarminni. Mat- móðirin í húsinu kom inn með ölbolla, staðnæmdist fyrir framan eldstóna og drakk skál eldsins með þessum formála; Svo hár minn eldur, en hvorki hærri né heitari heldur. Sfðan var drukkið svo, að menn settust á gólfið með bollann millum fóta sér og hendur fyrir aptan bakið, tóku síðan boll- ann upp með tönnunum, tæmdu hann og köstuðu honum aptur fyrir höfuð sér. Ef bollinn kom niður á hvolfi, þá var maður feigur, og skyldi deyja á ári þvf, sem fór í hönd. Þessi dagur er í Danmörku og Noregi helgaður Knúti her- toga. Það var Knútur lávarður, sonur Eirlks eygóða Dana- konúngs. Hann var hinn vinsælasti maður í Danmörku, og var settur jarl í Slesvík, en síðan var hann svikinn af Magnúsi Nikulássyni frænda sínum, og drepinn á Sjálandi nálægt Hríng- stöðum, 7. Januar 1131. Sonur hans var Valdemar Dana kon- úngur hinn fyrsti, sem fékk páfann til að lýsa yfir helgi Knúts 1770. í Knytlínga sögu er sagt frá um ætt og uppruna Knúts lávarðar og um Valdemar son hans og fleiri ættmenn. 10. Januar er nefndur Páll einbúi. Plann var einsetu- maður og andaðist hérumbil ár 341. Sumir telja hann fyrsta einsetumann. Saga af Páli heremita er líklega hin sama, og er til á íslenzku heil í skinnbók frá fimtándu öld í Stokkhólmi, Nr. 2 í arkarbroti. 11. Januar er Brettivumessa. Hennar dagur var haldinn í Noregi og á Islandi frá fornu, og er haldið hún hafi verið frá Irlandi (Brictiva). Af henni er á íslandi komið konunafnið Broteva, sem er nú orðið sjaldgæft, en var fyrrum tfðkan- legt. Þegar talið var fólk á Islandi 1860 voru þó í Eyjafjarð- ar sýslu einni fimm Brotevur, en annarstaðar á landinu var víðast engin með því nafni, og engin er þá nefnd Brettiva. Hyginus (sem minnzt er á við 12. Januar) var tíundi biskup í Róm, sem talið er. Um hann er sagt, að hann hafi fyrstur skipað guðfeðgin við barnaskírn, svo að skírð börn væri ekki hjálparlaus í ofsóknunum móti kristnum, ef þau misti foreldra sína eða yrði munaðarlaus. Hann leið píslar- (53)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.