Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1881, Side 33

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1881, Side 33
almennt við, hvað Island ætti Jóni mikið að }>akka, I>ví þá var það í einu hljóði saniþykkt að veita honum æfilangt heiðurslaun úr landssjóði; en um sama leyti var heilsa hans farin að bila og frá þvi að hann 1877 var á alþingi í síðasta sinni tók hann aldrei á heilum sjer. Eptir langvinnar þjáningar dó hann 7. desbr, 1879. Hann hafði kvongazt 1845 og gengið }>á að eiga frændkonu sína Ingibjörgu Einarsdóttur; unni hún honum mjög mikið og iagðist tveim dögum eptir fráfall hans og dó viku síðar. þau eignuðust engin börn. ! viðkynningu allri var Jón Sigurðsson einhver hinn elskuverðasti maður. Yiðræður hans voru sjerlega skemmtandi og jafnframt fræðandi og uppörfandi til allra góðra framkvæmda. Ljúfmennska hans og göfug- lyndi hlaut að laða menn að sjer, og af öllum }>eim er jiekktu hann mun varla nokkur einn vera sá, er eigi minnist hans með virðingu og }>akklæti. Hann var maður fríður sýnum og augun ákaflega snör og fjörleg. I framgöngu sinni var hann hið mesta prúð- menni og öll hegðun hans lýsti }>eim vandaða og göfuga hugsunarhætti, er honum bjó í brjósti. Með einstöku þolgæði og ósjerplægni hafði hann alla æfi unnið að framförum fósturjarðar sinnar, og komandi kynslóðir munu vissulega geyma minningu hans sem eins hins mesta og bezta manns, sem á íslandi hefir alizt. Svo kvað Mattías: „Full af frægð og stríði fjöri, 'von og þraut fyrir land og lýði lá hans grýtta braut.“ (sa) E. Br.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.