Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1881, Side 38

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1881, Side 38
Jdlí 1. Alþingi sett, í Reykjavík, af landsköfðingja. Annar þingm. Suðurmúlas., Jón Pjetursson,, kom eigi á þing sakir veikinda, og fyrri þingmaður lsfirðinga, Jón Sig- urðsson í Khöfn, hafði sagt’ af sjer þingmennsku, sakir heilsubrests. Forseti í neðri deild varð Jón Sigurðsson frá Gautlöndun, í efri deild og í sameinuðu þingi Pjetur Pjetursson biskup. Varafors. í efri d. Bergur Thorberg, í nedri d. og samein. þingi Grímur Thomsen. — s. d. 247 vesturfarar að norðan og austan fara frá landi á Vopnafirði, með Camoens, til Nýja-Islands og Minnesota. — 2. Landshöfðingi lagði fyrir alþingi 15 lagafrumvörp frá stjórninni. — 3. Einar Thorlacius, kand. í lögum, settur sýslumaður í Skaptafellssýslu frá 1. ágúst. — s. d. Stjórnarherrann segir kæi'ur H. Kr. Friðrikssonar fyrir hönd Reykvíkinga út af dómkirkjuviðgerðinni með öllu ástæðulausar. — s. d. Tveim prestaköllum veitt lán úr viðlagasjóði til að reisa timburkirkj'u, gegn vöxtum og endurborgun á 20 árum: Hvammi í Norðurárdal 600 kr. og Borg á Mýrum 1000 kr. — 4. Synodus í Reykjavík. þeir þórarinn prófastur Böð- varsson, síra Helgi Hálfdánarson prestaskólakennari og Haligr. Sveinsson dómkirkjuprestur kosnir í nefnd til a"ð semja tillögur um að auka vald og verkahring synodus. — 8. Bókmenntafjelagsfundur í Reykjavík. þeir Dr. ,Grímur Thomsen, Jón Pjetursson háyfirdómari og Jón Arnason skólavörður kosnir í nefnd til að íhuga uppástungu um að fjelagið gefi út nýtt tímarit, fjölbreytt fræðirit. Forseti endurkosinn Magnús Stephensen yfirdómari. — 12. Kemur út í Rvík 1. númer af „Alþingisfjettablaði“, eptir ráðstöfun,alþingis og með styrk úr landssjóði, sem fylgiblað við Isafold. Ilomu 19 númer alls, hið síðasta 3. sept. — s. d. 79 vesturfarar af Austfjörðum fóru frá landi á Seyð- isfirði, með Díönu. — 21. Andast í Rvík Kristín Jónsdóttir prestsekkja, móðir Benedikts sýslumanns Sveinssonar. — 25. Brotnar laxveiðivjelar Thomsens kaupmanns i Elliða- ám, af 30 manna úr næstu sveitum, um hádag; voru tvi- vegis brotnar áður um sumarið á náttarþeli. — 28. Helgi Guðmundsson, kand. í læknisf'ræði, settur hjer- aðslæknir í 10. læknisdæmi (Síglufirði), f'rá 1. sept. — 29. Konungur veitir Gunnlaugi Blöndahl, sýslumanni i Barðastrandarsýslu, lausn frá embætti. — s. d. Konungsúrskurður um að Klofakirkja í Rangárvalla- sýslu skuli lögð niður og Klofasókn sameinuð Skarðssókn. Ágúst 2. þjóðhátíðarminning i Reykjavík. — 8. Kosinn alþingismaður fyrir Isafjarðarsýslu í stað Jóns (34)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.