Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1881, Page 39

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1881, Page 39
Sigurðssonar þorsteinn takari þorsteinson. Kom þó eigi , á þing. Agást 9. Andast íRvík húsfrú Kristín Pálsdóttir, prests Jóns- sonar í Yiðvík, kona Einars álþingismanns á Hraunum. — 16. Staðfest af amtmanni samþykkt um fiskiveiðar á opn- um skipum í ísafjarðarsýsiu og Isafjarðarkaupstað. — s. d. Staðfest af amtmanni samþykkt um hákarlaveiðar á opnum skipum i sömu sýslu og kaupstað. — 18. til 23. Embættispróf á prestaskólanum. Útskrifaðir 3: Einar Jónsson, MortenHansen og Jóhann þorsteinsson, allir með 1. eink. — 23. Fórst sldp með 4 mönnum af Alptanesi, nærri landi. — 25. og 26. Alþingi kýs yfirskoðunarmenn landsreikning- anna 1878 og 1879 þá dr. Grím Thomsen og Magnús Stephensen yfirdómara. — 26. Aðalfundur þjóðvinafjelagsins á alþingi. Forseti til næsta þings kosinn Tryggvi Gunnarsson, varafors. dr. Grímur Thomsen. — 26. og 27. Alþingi kýs í alþingishússhyggingarnefnd þá Tryggva Gunnarsson, Grím Thomsen, þórarinn Böðvarsson, Berg Thorberg og Arna Thorsteinson. — 27. Alþingi slitið. Hafði staðið 58 daga, 50 virka. þing- fundir í neðri deild 61, í efri 53, i sameinuðu þingi 3 (fjárlögin komust í sameinað þing). þingið hafði 94 mál til meðferðar, þar á meðal 73 lagafrumvörp, og afgreiddi þar af 27 sem lög. Báðar þingdeildir rituðu konungi ávarp í þinglok, sitt hvor. — s. d. Kom með póstskipinu frá Khöfn þýzk hraðpressa handa prentsmiðju Einars þórðarsonar. — s. d. Fell í Sljettuhlíð veittEinari Jónssyni, prestaskóla- kandídat. — 28. Ásmundur Sveinsson stúdent settur sýslumaður í Barðastrandarsýslu. — 29. Lundarbrekka veitt síra Jóni þorsteinssyni í Húsavík. — 31. Prestvígður Einar Jónsson prskólakand. til Fells í Sljettuhlíð. September 2.(?) Landshöfðingi víkur sira Sigurgeir Jakobs- syni á Grund í Eyjafirði frá embætti um stundarsakir. — 6. Tekin út dómkirkjan íReykjavík eptir viðgerðina, sem Jakob Sveinsson hafði annazt fyrir 21000 kr. — 12. til 15. Amtsráðsfundur í suðurumdæminu, í Rvík. — 14. Biskup vígði dómkirkjuna, eptir viðgerðina. , — 15. Settur lærði skólinn í Reykjavík. Jón Árnason leggur niður umsjónarmennskuna þar, og tekur Björn kenn- ari Olsen við aðalumsjóninni með skólapiltum og skript- um í þarfir skólans, en Halldór yfirkennari Friðriksson við umsjóninni með skólahúsinu og áhöldum skólans. — 16. Landshöfðingi felur yfirsetukvennakennslu Tómasi Hallgrímssyni læknaskólakennara.

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.