Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1881, Side 40

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1881, Side 40
September 18. Landsh. felur landfógetanum reikningskald hins lærða skóla og prestaskólans. — 19. Konungur staðfestir þessi lög frá síðasta alþingi: 1. Lög um kirkjugjald af húsum. 2. Lög um löggiltan verzlunarstað við Jökulsá á Sól- heimasandi. 3. Lög um kaup á þeim þrem hlutum silfurbergsnámans í Helgustaðafjalli og jarðarinnar Helgustaða, sem lands- sjóðurinn ekki á. 4. Lög um breyting á lögum um bæjargjald í Reykjavíkur- kaupstað 19. október 1877, 2. gr. a. — 20. fjitjurður Sigurðarson, cand. philol., settur kennari við latmuskólann í Rvík frá 15. s. m., (í stað Jóns A. Sveinssonar, er afsalaði sjer embættinu), og skyldi jafn- framt eiga þátt í umsjóninni með skólapiltum. — 23. Tekið út gagnfræðaskólahúsið á Möðruvöllum, er Tryggvi kaupstjóri Gunnarsson hafði gjöra látið um sumar- ið eptir ráðstöfun landstjórnarinnar fyrir 27,400 kr. — 25. Stjórnarherrann veitir enn 1000 kr. lán til kirkjubygg- ingar i Stykkishólmi. — 26. f>eir dr. Grímur Thomsen og Snorri Pálsson skora á almenning að gefa fje til minnisvarða yfir Hallgrím Pjet- ursson. — s. d. Camoens fór með 2302 sauði frá Akureyri til Skot- lands, á 18—22 kr. hvern. — s. d. Drukknuðu 4 menn á bát frá Hvaleyri við Hafnar- fjörð. — 30. Heiðursgjafir úr styrktarsjóði Kristjáns konungs IX. veittar Eyólfi bónda Guðmundssyni á Geitafelli og Jóni Halldórssyni í Kollafirði, 160 kr. hvorum. Október 3. Póstgufuskipið Díana kemur heim til Kaupmanna- hafnar alfarið úr strandsiglingunum umhverfis ísland. — 4. Andast Snorri Jónsson dýralæknir, í Papey, 34 ára. — 5. Bókmenntafjelagsfundur í Rvík. Afráðið að hætta við „Frjettir fráíslandi11, og byrja með næsta ári á nýu tíma- riti; i ritnefnd fyrir það kosnir þeir dr. Grímur Thomsen, Jón Arnason og Benidikt Gröndal. — s. d. Andast Hálfdán Helgason, Hálfdánarsonar prskóla- kennara, skólapiltur. — 10. Konungur staðfestir þessi lög frá síðasta alþingi: 5. Lög um vitagjald á skipum. 6. Fjáraukalög fyrir árin 1876 og 1877. 7. Fjáraukalög fyrir árin 1878 og 1879. 8. Lög um samþykkt á reikningnum um tekjur og útgjöld Islands á árunum 1876 og 1877. 9. Lög sem háfa inni að halda viðauka við tilskipun um póstmál á íslandi 26. febr. 1872. (ss)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.