Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1881, Page 44

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1881, Page 44
Febrúar 3. Norðmenn ganga á þing, í Kristjaníu; konungur helgar sjálíur þir.gið. — 4. Waddington tekur við stjórnarformennsku á Frakklandi, eptir Duf'aure. — s. d. Auglýstur samningur milli þjóðverja og Austurríkis- manna, dags. 11. október 1878, er lýsir ógilda 5. gr. Pragarsáttmálans, frá 1866, um að norðurhjeruð Sljesyíkur skuli hverfa apturtilDanmerkur, ef íbúar þeirra kjósi það. — 8. Staðfestur friður með Rússakeisara o_g Tyrkjasoldáni, í Miklagarði. Soldán skyldi greiða 600 milj. kr. í hernaðar- kostnað, á 7 ára fresti; ljet og meira en helming landa sinna í Európu, sumt að fullu og öllu, sumt að hálfu leyti. — 12. þjóðverjar ganga á þing, alríkisþingið, í Berlín. — 16. Auersperg leggur niður stjórnarformennsku í Austur- ríki, en Stremayr tekur við. — 18. Ospektir í Kairó, vaktar afEgiptajarli sjálfum, vegna hlutsemi Norðurálfustórveldanna um stjórn hans._ Hann tekur stjórnarformennsku af Núbar, fylgismanni þeirra, og fær hana Tewfik, elzta syni sínum. — 19. Alríkisþing þjóðverja synjar stjórninni (Bismarck) nær í einu hljóði leyfis að lögsækja tvo þingmenn lir liði jafnaðarmanna, þá Fritzsche og Hasselmann. —■ 21. Andast Ali konungur í Afganistan, af fótarmeini. — s. d. Yeginn Krapotkin landshöfðingi í Karkow á Rúss- landi, af gjöreyðendum. —■ s. d. A þinginu í Versölum samþykkir fulltrúadeildin lagafrumvarp um uppgjöf saka við flesta upphlaupsmenn frá París 1871; öldungadeildin fjellst og a það skömmu síðar. — 23. Andast Roon marskálkur í Berlin, 76 ára. — s. d. Bolgarar ganga á þing, í Tirnóvu, að setja sjer stjórnarlög og kjósa yfir sig höfðingja. — 25. Svartadauða vart í Pjetursborg, að haldið var, en sannaðist ekki. I lok mánaðarins var sóttinni slegiðniður að mestu syðra, við ána Volga neðantil, þar sem hún hafði gengið frá því um haustið áður. Marz 7. Martinez Campos hershöfðingi tekur að sjer stjórnar- formennsku á Spáni, eptir Canovas del Castillo. s. d. Andast Elíhú Búrrit, hinn nafnkenndi friðarpostuli frá Vesturheimi, i New-York, sjötugur. — 11. Alríkisþing þjóðverja hrindir „múlbands“-lagafrum- varpi Bismarcks, um refsivald fyrir þingvíti. — 13. Borgin Szegedin á Ungverjalandi eyðist í vatns- flóði, úr ánni Teis. — s. d. Fulltrúadeildin á þinginu í Versölum hafnar tillögu um málsókn gegn ráðaneytinu frá 16. maí 1877, þeim Broglie og hans fjelögum, með 317 atkv. gegn 159. — s. d. Brúðkaup Arthurs, hertoga af Connaught, þriðja

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.