Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1881, Síða 47

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1881, Síða 47
Júlí 19. Frakkar afráða aí' færa þing sitt eptur til Parísar, frá Versölum. Agúst 3. Thiers vígður minningarvarði í Naney. — s. d. Síðasta sveitin í setuliði Eússa í löndum Tyrkja- soldáns síðan ófriðinn 1877—78 kverfur heimleiðis. — 8. Eldsbruni mikill í Serajewó, höfuðborginni í Bosníu; eyddust þar 1000 húsa. — 11. Andast C. V. Rimestad, formaður verkmannaíjelags- ins frá 1860 í Kaupmannahöfn, nafnkenndur þingmaður og blaðamaður. — 15. Bretar gan^a af þingi, í Lundúnum; þingið hófst 5. desbr. veturinn áður. — 27. Andast Rowland Hill, Englendingur, frumkvöðull þess, að upp var tekinn lágur og jafn póstburðareyrir og hann greiddur með frímerkjum, fyrst á Englandi (1840), og síðan nálega um allan heim, — rúml. áttræður. — 28. Bretar fá handsamað Cetewayó Zúlú-Kaffakonung. Geymdu hann síðan í varðhaldi, en skiptu ríki hans í 13 íylki, með innlendum höfðingjum ytir, í skjóli Bretadrottningar. September 1. 410 útlagar frá Parísarupphlaupinu 1871 koma heim aptur til Frakklands frá Ný-Iialedóníu. — 3. Afganar veita atgöngu erindreka Breta í Ivabúl, Ca- vagnari hershöfðingja, með ekli og vopnum, og ganga af honum dauðum og öllu hans föruneyti, 70 manna. — s. d. Nordenskiöld kemur til Yokohama í Japan, úr íerð sinni norðan um Asíu, á gufuskipinu Vega. Var þá fullfarin Landnorðurleiðin, sjóleiðin norðan um Asíu, eptir þriggja- alda árangurslausar tilraunir. — s. d. Vilhjálmur þýzkalandskeisari og Alexander Rússa- keisari hittast við landamæri sín, í bænum Alexandrowo, til þess að slá niður tortryggni og nábúakrit með þegnum sínum. — 6. Heimkoma 490 útlaga frá Parísarupphlaupinu. — 7. til 14. Austurríkismenn taka á sitt vald undan Tyrkjum hjeraðið Nóvíbazar, fyrir sunnan Serbíu, áfast Bosníu, eptir fyrirmælum Berlínarsáttmáians og með samkomulagi við Tyrkjasoldán. — 8. Rússar bíða ósigur fyrir Teke-Túrkómönum í Mið-Asíu, við Dengil-Tepe. — 21. til 25. Bismarck í Vín, að koma á fóstbræðralagi með þjóðverjum og Austurríkismönnum. Október 1. Ný stjórn í Elsass-Lothringen: jarl með ráðaneyti. Strassburg stjórnarsetur. Jarlinn Manteuffel marskálkur. — s. d. Andast dr. Mansa, nafnkenndur læknir í Khöfn, 85 ára. — 6. Danir ganga á þing. — s. d. Bretar vinna Afgana í snarpri orustu hjá Charasíab, skammt frá Kabúl. (43)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.