Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1881, Page 54

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1881, Page 54
Hæðamælingar þessar eru eptir Bjöi'n Uunmaugsson, og > hafa eigi fyrr komið fyrir almennings sjónir; eg hefi lesið þær saman og reiknað eptir ymsum uppteiknunum hans. Hæðir á Islandi eru að tiltölu fáar mældar, en slíkt þarf þó að þelckj- ast til þess menn fái almennt yfirlit. yfir utlit landsins og myndun þess. Þ- STÆRD OG ALDIJR TRJANNA. Slcoði maður í sár á trjástofni, þá sjást þar fyrir innan hörkinn í yiðnum margir glögglega aðgreindir hringir hvor íyrir innan annan. þeir eru kallaðir árshringir, af því að einn myndast á ári hverju. Allar plöntur eru samsettar af smá- hvolfum, sem sjaldnast verða greind með berum augum; á vorin, þegur vökvagreiningin er meiri og vaxtarlífið sem mest, verður viður sá, er þá myndast, gljúpari og safameiri og hvolfin stærri; en er dregur undir haustið, verðahvolfin veggja- þylckri og minni en vorhvolfin; næsta ár myndast utan um hin litlu og þykku hausthvolf stór vorhvolf og við það sést greiningin milli hringanna. Mörg trje eru ákaflegu digur, og á sumum hafa menn tekið eptir geysimörgum árshringum, er sýna hvað trjen geta , orðið gömul. því fer þó fjarri, að allar plöntur sjeu lang- lífar. þær verða fæstar eldri en ársgamlar, og sumar gor- kúlutegundir þjóta. upp á einni nóttu, bera ávöxt og deyja svo næsta dag. Etthvert merkasta trje í heitu löndunum er apabrauðs- tréð (adansonia digitata). það vex í Afríku, og verður ákaflega digurt en eigi hátt, viðurinn er mjög laus í sjer og safamikill, svo ekki má eldur vinna á því. Blámenn hola trje þessi innan og húa þar legstað nánustu ættingjum og vinum: þeir hengja líkin þar upp til þerris, svo þau verjist rotnun. _I sumum þorpum í Senegambíu eru hol apabrauðstrje höfð fyrir þinghús og samkunduskála. Ávöxtur trjes þessa er ætur, en þó barkandi á bragðið. Hann er og haíður til lækninga. Blómin eru stór, hvít og sem klukka í lögun. Feneyskur maður, Cadamesto að nafni, fann apahrauðs- trje fyrstur manna hjeðan úr álfu. það var árið 1454. Irjc það, er hann sá, var 102 fet ummáls. Hinn naínfrægi vísinda- madur Adanson frá Frakklandi varð fyrstur til að rannsalca það vísindalega, enda ber það og nafn hans. Hann sá mörg , sem voru 25—26 fet að þvermáli. Adanson taldist sum þeirra I 6—7000 ára gömul. þau hefðu eptir því átt að fara að vaxa | fyrir heimssköpun (eptir tímatali voru). (»o) I

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.