Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1881, Page 66

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1881, Page 66
láta semja og prenta almanök í öllum löndum Danakonungs. Háskólaráðið (consistorium) ræður því og eitt mestu um allt fyrirkomulag almanaksins, og það er að þess ályktan, að talinu „frá sköpun veraldar11 er nú og verður eptirleiðis sleppt bæði í hinu íslenzka og hinu danska almanaki, eins og því heíir áður verið ;sleppt mjög víða annarstaðar. Enda heíir tal þetta aldrei verið á nokkrum vissum rökum byggt; biflíu- textunum sjálfum ber eigi einu sinni saman um það, heldur heflr sitt hver: hebreski textinn, hinn samarítanski og hin elzta gríska útlegging, sem köliuð er almennt Septuaginta, og síðan hafa margir aðrir talið hver með sínu móti. Tií eru alls eitthvað 108 slík töl, og munar eigi minna en 35 öldum þar sem mest skilur: áratalan frá veraldarsköpun til Kristsburðar látin vera þetta frá 3483 til 6984 eða eitthvað þar á milli. fessi óvissa ein er nóg til að sýna, að sköpunar- árstalið má vel missa sig í almanökum. Talan, sem nú er sett í stað sköpunarárstalsins og almennt er kölluð „Periodus Julianus11, er að eins reikningstal, er hinn mikli fræðimaður Jós. Scaliger (f 1609), höfundur hinnar nýrri tímatalsfræði, fann upp til að miða við sögulega atburði, einkum frá elztn tímum, er menn hafa sagnir af; heíir það verið mjög tíðkaö síðan í sögulegum ritum og rannsóknum. Sú öid hefst 4713 árum f. Kr. og nær yflr 7900 ára tímabil; hefi eg því leyft mjer að kalla hana „miklu-öid“, en vil þó eigi verja það nafn íástlega. A hana verður betur minnzt á öðrum stað og eins á hina árstalsbreytinguna, „frá upphafi Islands byggðar11. I þessu almanaki er af vangá Dýridagur talinn 27. maí, eins og í næsta almanaki á undan, en á að vera 16. júní, nefnil. æfinlega fyrsta fimmtudag eptir Trinitatis, eptir boði Íírbans páfa IV. (1264). Dýridagur er sama sem „Iírists likama hátíð“, sem enn er heilög haldin í kaþólskum löndum með mestu dýrð og viðhöfn, en svo gjörsamlega niðurfallin með prótestöntum, að dagsins eigi einu sinni er getið í danska almanakinu. Kaupmarinahöfn 20. marz 1880. Gísli Brynjúlfson. GAMAN OG ALVARA. _ — Auðugur málfærslumaður arfleiddi vitfirringaspítala að aleigu sinni. „Jeg hefi grætt það mestallt á vitleysingum, og því er bezt þeir fái það aptur“ sagði hann. — „það mun nú vera vel innrættur maður og trúaður, (62)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.