Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Årgang

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1881, Side 71

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1881, Side 71
eigi í'yrir það kosningarrjett sinu. — Sá sem hetir fast aðsetur á fleiri stöðum, segir sjáli'ur til, á hverjum staðnum hann vill nevta kosningarrjettar síns. Kjörgengur tii alþingis erhver sá, sem hefirkosningar- rjett samkvæmt framangreindum reglum, — nema hvað hann þarf ekki að eiga heima eða hafa átt heima í kjördaeminu —, sje hann ekki þegn annars ríkis eða í þjónustu þess, hafi að minnsta kosti í síðustu 5 ár verið í löndum þeim í norðurálf- unni, sem liggja undir Danaveldi, og sje orðinn fullra 30 ára að aldri þegar kosningin fer fram. Kjörskrá, þ. e. skrá yfir þá menn í hverjum hreppi eða bæ, sem kosningarrjett hafa, semur hreppsnefndin eða bæjar- stjornin, einu sinni á ári hverju, og gildir hún frá 1. júlí til 30. júní árið eptir. Auk þessarar aðalkjörskrár skal og saminn viðbætir eða aukaskrá, yfir þá, sem vænta má að öðlast muni kosningarrjettarskilyrðin um aldur og heimili einhvern tíma á árinu, sem kjörskráin gildir um, og til- greina ]>ar, hvern dag það verður. Kjörskrárnar skulu leið- rjettar [samdar] í marzmánuði ár hvert, liggja síðan almenn- ingi til sýnis á hentugum stað 21 dag framan af aprílmánuði, eptir að það er birt með 14 daga fyrirvara við kirkju eða á annan tíðkanlegan liátt. Aðfinningar við kjörskrárnar skulu upp bornar skriflega, með tilgreindum ástæðum, á 8 daga fresti eptir að skrarnar hafa legið til sýnis, íyrir hrepps- nefndinni eða bæjarstjórnini (oddvitanum), sem leggur úrskurð á málið á opinberum fundi áður en 3 næstu vikur eru liðnar, að tilkvöddum kæranda og þeim, sem hann vill láta nema af kjörskrá, með 8 daga fyrirvara, og eptir framlögðum skjölum málspartanna og framburði vitna þeirra. þegar búið er að leiðrjetta kjörskrárnar samkvæmt þessu, verður engin breyting á þeim gjörð á því ári, nema eptir dómi, er hver sá getur leitað sjer, sem óánægður er með úrskurð þann, er synjar honum kosningarrjettar; það er gestarjettarmál, og málspartar fyrir undirrjetti undan þegnir rjettargjöldum, en sveitar- eða bæjarstjórn þeirri, sem stefnt er, settur svaramaður á almenn- ings kostnað. Kjördæmi er hver sýsla landsins fyrir sig, nema Skapta- fellssýsla og þingeyjars., þær eru 2 kjördæmi hvor; svo er og Reyjavíkurlögsagnarumdæmi kjördæmi út af fyrir sig; cn hinir kaupstaðirnir, Akureyri og Isaíjörður, í'ylgja hvor sinni sýslu. Vestmoyjas., Rvík, Borgarf'jarðars., Mýras., Snæfells- ness - og Hnappací.s., Dalas., Barðarstr.s., Strandas. og kjördæmin í Skaptaf.s. og þingeyjars. kjósa að eins einn aíþingismann hvert; en hin kjördæmin tvo. I kjörstjórn hvers kjördæmis eru 3 menn: sýslumaður oddviti, og hinir kosnir af sýslunefndinni, annar úr hennar flokki, hinn úr ílokki kjósenda, en í Reykjavík bæjarstjórnar- oddvitinn oddviti, og hinir kosnir af bæjarstjórninni, annar úr hennar flokki, hinn úr íiokki kjósenda. þingmannaefni. Knginn getur orðið fyrir alþingis-

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.