Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 51
sæmdur heiðurs-medalíu af hinu frakkneska visindafje-
lagi, fyrir grasafræðislegar rannsóknir.
S. d. byrjaði nýtt blað i Reykjavík, »Dagskrá«, á-
byrgðarmaður: Einar Benidiktsson, cand. jur.
5. Vigð ný kirkja á Vestdalseyri.
10. Klemens Jónsson sýslumaður heldur manntalsþing í
Grrímsey. Aldrei þar haldið fyrr.
11. »Glitnir«, norskt verzlunarskip, strandaði í Grrindavík.
17. Hallgr. Sveinsson biskup hóf yfirreið sina um Isafjarð-
arsýslu.
22. Dr. Þorvaldur Thoroddsen hóf frá Akureyri landfræðis-
rannsóknarferð sína um vesturhluta Þingeyjarsýslu,
Eyjafjarðarsýslu og Skagafjarðarsýslu, ásamt öræfum
suður af þeim.
27. Hófst fyrsti islenzki læknafundur í Reykjavík.
30. Unglingspiltur frá Rauðasandi drakk að óvörum karból-
sýru í Elatey á Breiðafirði og beið bana af.
í.þ. m (?) varð Simon Jonsson a Iðunnarstaðiun í
Lundarreykjadal bráðkvaddur.
I þ. m.(?) rak 30 álna langan hval á Asbúðum á Skaga.
2. ágúst. Helga Arnadóttir, ekkja í Mýrdal, fyrirfór sjer
með hálsskurði.
10. Bátstapi á Isafirði með tveim mönnum.
11. Hlaup í Markarfljóti, er gjörði all-mikinn skaða á heyi
og engjum.
13. Halldór Halldórsson, vinnumaður á Sigurðarstöðum á
Sljettu, drekkti sjer i vatninu þar.
S. d. fórst bátur úr Reykjavík á heimleið úr Lundey,
með 4 mönnum, er drukknuðu (2 kvennm.).
S. d strandaði »Aline« á Stokkseyri, fermt vörum
til Stokkseyrarfjelags, er fórust að mestu.
21. Tveir sunnlendingar drukknuðu af bát á Seyðisfirði.
23. Vigð ný kirkja á Skipaskaga á Akranesi.
26. Landskjálftar hófust sunnanlands um kveidið um og
eptir háttatíma, einhverjir hinir mestu, er sögur fara
af lijer. Hjeldu áfram all-tiðir um hálfan mánuð, og
mjög harðir á stundum, en síðan strjálir og hægir úr
þvl fram til ársloka. 1 tveim kippum þetta kveld og
f m