Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 78
að frjósa, kallaði hann 32 stiga hita; skipting þessi virðist
mjög óhentug, svo furðu gegnir, að Vesturheimsmenn og
Englendingar, svo byggnir sem þeir eru, skuli nota þennan
mæli enn i dag.
Samanburðar-skýrslan fyrir þessa þrjá mæla er mjög
handhæg og nauðsynleg fyrir alþýðu. I sveitum hafa
fiestir Eéaumnr, en i veðurskýrslnm er optast miðað við
Celsius, sem telur liita og kulda */s hærri en Réaumur, er
getur valdið misskilningi hjá þeim, er ekki þekkja annan
mæli’ en Réaumur, en þó fer ver, þegar menn t. d. í ísl.
Vesturheinjsblöðum lesa um 11 mælistiga hita ákveðinn dag,
eða 4 stiga gadd-hörku, sem er sama sem 20 stiga biti, og
16 stiga frost á Réaumurs hitamæli.
Tr. G.
Færeyingar og íslendingar-
Jeg býst við, að þeim, sem mest hugsa um landbúskap-
inn, þyki of mikið af töflum og sjómennsku i þessu alrnan-
aki, en jeg sje það tákn timans, að þeir, sem ætla sjer og
sinum að lifa mestmegnis af sjónum, verða sem flestir að
koma sjer upp þilskipum til fiskiveiða.
Þegar Erakkar, Englendingar og Pæreyingar fiska hjer
við land á mörgum kundruðum skipa, með góðum útbúnaði,
liggur i augum nppi, að vjer Islendingar getnm alls ekki
keppt við þá með vorum mörg hundruð ára og úrelta út-
búnaði eingöngu, en að brýnasta nauðsyn sje til þess að
vjer reynum að fylgja tímanum, með þvi að hafa við hlið-
ina á bátunum vel útbúin þilskip, svo að hægt sje að ná í
fiskinn, þegar hann liggur lengra frá landinu en bátum er
fært að fara.
Af þessum ástæðum hefi jeg af ásettu ráði tekið i þetta
almanak talsvert af skýrslum um fiskiveiðar innlendra og
útlendra skipa. Mönnum, sem langar til að taka fjörkipp
og eignast skip, er ómissandi að fá sem glöggvasta fræðslu
um reynslu innlendra og útiendra fiskimanna, svo að þeir
geti sjeð nokkurn veginn fyrirfram, livað þeir ráðast í og
(66)