Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 90
betra það sem er tmdir í ilátinu en ofan á. Bezt er hreint
tjarnavatn í löginn, ef hægt er að ná í það. Löginn skal
hita allt að 50 stigum á Réaumur, eða svo, að illþolandi sje
að halda hendinni niðri í honum. Hitann skal hafa sem
jafnastan í pottinum og aldrei meiri en hjer segir. Sje ull-
in óhrein mjög og sauðfitumikil, þarf hún að vera 15—25
minútur í leginum, en sje hún þur og hrein, nokkru skemur.
Yarast skal að hafa þröngt á ullinni í leginum.
4. gr. Mjög vandlega verður að skola ullina úr köldu
vatni eptir að hún er tekin upp úr pottinum. Skal það
gjört i rennandi vatni, helzt lækjarhnnu, svo skólpið renni
burt sem fyrst. Ariðandi er að greiða ullina vandlega i
kalda þvottinum og tína úr henni þau óhreinindi, semkunna
að vera eptir í henni.
5. gr. Yelja skal góðan þerrivöll undir ullina, hélzt
vel hreinsaðan túnhala, sem farinn er dálitið að spretta.
Ekki er ullin full-þur meðan nokkurt kul finnst þegar hlýrri
hendi er stungið inn i ullarhinginn.
6. gr Þegar ullin er crðin þur skal, ef unnt er skipta
henni í 3 flokka eptir gæðum, þannig að í
1. flokki sje ullin þelmikil, greið, vel hrein og að öllu
lýtalaus; yfir höfuð ætti hún sem mest að líkjastgóðri
tóskaparull, sem bændur taka frá til heimavinnu. Haust-
ull má aldrei hafa í 1. ílokki.
2. flokki sje ullin einnig svo vel þvegin og greið, að hún
geti álitizt fuilgild og góð vara, þó hún ekki hafi alla
þá kosti, að hún geti verið í fyrsta flokki. — Flókar,
sneplar, fætlingar og tog mega aldrei vera i 2. flokki.
3. flokki sjeu þeir flókar, sem ekki hefur tekizt að greiða,
sneplar, fætlingar, tog og sú ull, sem einhverju leyti
hefur verkazt miður en skyldi, enþó álizt hæf verzlunarv.
Mislita ull skal flokka eptir sömu reglum.
7. gr. Þvegin ull skal ávallt geymd i hing, ef því verð-
ur við komið, helzt á rakalausu, vel hreinu húslopti, en sje
hún látin í poka, skal varast að troða lienni fast.
Athgr. Reglur þessar eru samdar af nefnd manna við
Eyjafjörð, að mestu leyti eptir ullarverkunarreglum Þing-
eyinga. Útgef.
(78)