Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 75
Athugasemdir við skýrslurnar.
Um túnasljettun. Skólasveinn i Olafsdalsskóla B.
Benjamínsson sendi mjer í vetur mynd þá, sem stendur hjer
að framan, dálítið aukin, yfir túnasljettun á landinu árið
1894, og þótti mjer vænt um, að hann hafði gripið hugmynd
þá, sem var í almanaki Þjóðvinafjel. árið 1897, þar sem
sýndur er herafli og menntunarástand þjóðanna i Evrópu.
Jeg bætti svo við mynd fyrir árið 1895 til samanburðar
við árið 1894.
Sá samanburður er skemmtilegur, þvi af honum sjest,
að sljettun hefur drjúgum aukizt i flestum sýslum, í sumum
þeirra hefur verið unnið svo mikið siðara árið, að þær
hafa komizt upp fyrir þær sýslur, sem ofar stóðu árið áður.
Oskandi væri, að sýslurnar fari að fara i kapphlaup, að
komast hver upp fyrir aðra, eins og drengir í skólabekk;
í hið minnsta er vonandi, að 5 sýslurnar neðstu sjái, að
þeirra blettir á myndinni eru nokkuð litlir, einkum i Austur-
Skaptafellssýslu; óhurðugra er varla hægt að standa á mynd
en þetta, að eins með 240 Q faðma sljettaða heilt ár; það
er fjórðungur úr dagsláttu.
I Skaptafellssýslum háðum er viðast mjög erfitt og
hættulegt að sækja lífsbjörg sína á sjóinn; verður þvi líf
og velmegun sýslubúa að mestu leyti að byggjast á land-
búskapnum; þess vegna er áríðandi fyrir þá, að hjálpa
jörðinni sem mest til að framleiða bústofn þeirra, enda er
liklegt, að jarðabætur í þeim sýslum launi bezt það verk,
sem í jörðina er lagt, því hvergi á landinu er meiri veður-
blíða en þar, að undanskildri Bangárvallasýslu, en þar eru
líka jarðabætur stundaðar all-vel.
Arið 1885 var svo talið, að ræktuð tún á öllu landinu
væru 31,052 dagsláttur, árin 1886 til 1890 að meðaltali
33,390 dagsláttur, árið 1891 36,446 og 1895 40,705 dagsláttur.
Sjálfsagt eru tiilur þessar mjög ónákvæmar, eins og flestar
hagskýrslur á þessu landi, en líklegt er, að ónákvæmnin
hafi verið svipuð öli árin, svo ráðgjöra megi, að ræktuð
tún hafi aukizt um 9000 dagsláttur síðustu 10 árin, og er
það gott, ef framhaldið fer að óskum.
(63)