Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 80
lenzkra og færeyskra skipa, yerður að gœta þess, að fyrir
íslenzku skipin er fiskurinn talinn fullverkaður, en færeyski
fiskurinn óþurkaður upp úr salti, og má ráðgera að fisk-
urinn ljettist við þvott og þurk að meðaltali um 2/s, eða að
100 skpd. úr salti samsvari nálægt 60 skpd. af fullverkuð-
um fiski. En Eæreyingar liafa aflað miklu meira og jafn-
ara á skip sín en hjerlendir menn á sin, enda græða sumir
þeirra stórfje, sem auk hins mikla afla er afleiðing þess, að
kaup og mannahald á skipunum er miklu kostnaðarminna
þar en lijer.
Eptirtektaverðast fyrir oss við færeysku skýrsluna er
það, hverra eign flest skipin þar eru. Af henni má sjá
fljótlega, að flest af skipunum eru eign smáfjelaga, sem
sjómenn hafa stofnað þar í eyjunum.
Hjer á landi tala margir mikið um, hve mjög þá langi
til að eignast skip, en þeir geti það alls ekki vegna fje-
leysis. En Eæreyingar, sem eins og áður er sagt, voru fyr-
ir tveim áratugum eins skuldugir og efnalitlir, eins og vjer
erum nú, höfðu vit og fjelagsanda til að hindast i smáfje-
lög til að kaupa 1 skip, og svo bættu þeir við, þegar efnin
jukust, svo að sum fjelögin eiga nú 4—5 skip. A sama
hátt ættu landsmenn hjer að eignast skip. Með fjelagshlut-
um geta margir efnalitlir menn orkað því, sem einn eða fá-
einir fátæklingar ekki geta klofið.
Nú á timum er talað svo mikið um sjálfstjórn, sjálf-
stæði og sjálfsálit, en á meðan standa landsmenn svo að
kalla í sömu sporum i verklegum efnum og ósjálfstæði, þeg-
ar aðrar þjóðir fara stórskrefum fram úr þeim í framförum,
þó að eigi sje lengra litið en til Færeyinga.
Arið 1895 var útflutt ár Eæreyjum af verkuðum salt-
fiski 21,720 skpd. af óverkuðum saltfiski 1825 skpd., 1654
tunnur þorskalýsis og 15,500 pd. sundmaga*. Frá íslandi
öllu var flutt út að meðaltali í 4 ár (1891—94) 1670 tnr.
þorskalýsis og 40,000 pd. sundmaga.
*) Ank annarar tóvinnu var flutt úr Færeyjum 32,000
prjónapeysur fyrir 57,600 kr., svo að tóvinna á vetrum er
ekki aö lognast út af þar, eins og hjer á landi.
(68)