Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 86
umboðsskjalið þarf að vera undirskrifað í viðnrvist 2
vitundarvotta og má hljóða á þessa leið:
»Jeg ónafn og heimili lántakanda) gef hjer með hr.
(nafn og heimili umhoðsmanns) umboð til að taka
fyrir mína hönd lán í landsbankanum í Reykjavík,
að upphæð allt að — — — krónum gegn þeirri
tryggingu, er nú skal greina:
(Hjer sje tilgreint veðið eða tryggingin)
svo og til að undirslcrifa skuldabrjef fyrir láni
þessu. Skal allt, sem nefndur herra N. N. gjörir í
þessu efni, hafa sama gildi, sem jeg hefði gjört það
sjálfurt.
(Heimili, dagsetning og nafn lántakanda, svo og nöfn
2 vitundarvotta).
Þcgar lántakandi eigi á veðið sjálfur, en hefir fengið
það lánað hjá öðrum til veðsetningar, þarf áteiknun hlut-
aðeigandi lögreglustjóra á veðleyfið um undirskript veð-
eiganda. Veðleyfið má vera á þessa leið:
»Jeg (nafn og heimili veðleyfanda) gef hjer með (lán-
takandi) fulla heimild til að veðsetja, eins og það
væri hans eigin eign, eign mina (nafn veðsins) til
tryggingar fyrir láni að upphæð allt að'-----krón.,
er hann ætlar að fá úr landsbankanum í Reykjavik.
Nær veðleyfið einnig til vaxta af láninu og alls
kostnaðar við innheimtu þess.
(Heimili, dagsetning og nafn veðleyíanda).
(Hjer undir kemur notarialvottorö lögreglustjóra).
Eigi veðleyfið að vera bundið við ákveðið tíma-
takmark, þarf það með berum orðum að vera tekið
fram, ella er svo álitið, að veðleyfið gildi þangað til
lánið er að fullu endurborgað.
Þegar sjálfskuldarábyrgðarmenn geta eigi mætt
sjálfir í bankanum til að undirskrifa ábyrgðarskjal sitt,
verða þeir að gjöra það í viðurvist hlutaðeigandi lög-
reglustjóra og fá áteiknun hans þar um á skjalið; þó
geta menn, ef sjálfskuldarábyrgðarmennirnir eiga heimili
langt frá bústað sýslumanns, búizt við að fá sjálfskuldar-
(74)