Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1898, Blaðsíða 46
hafa verið einbeitt, vinnugefin og afkastamikil. Uppeldi
fjekk hann gott en nokknð strangt, Hann vandist í upp-
vextinum við likamsiþróttir, og varð þvi mjög harðgjör.
1880 tók hann stúdentapróf. Síðan fór hann á háskólann í
Kristjaníu og lagði þar stund á dýrafræði. Arið 1882 fór
hann með selveiðaskipi norður í Ishaf. Reyndist hann á
ferð þeirri hinn liugaðasti og einhver bezta skyttan.
f'egar hann kom aptur úr þessari ferð, varð hann kon-
servator við Bergens lluseum, og þá var það að hann fór
að hugsa um að fara um Grænland á skiðum. Seint á ár-
inu 1887 sótti hann um 5000 kr. styrk til norsku stjórnar-
innar til þessarar ferðar, en fjekk eigi áheyrn. £>á bauðst
etatsráð Augustin Gamél í Kaupmannahöfn til að leggja
fram 5000 krónur til ferðarinnar, og þáði Xansen það boð.
Svo lagði hann af stað með 6 fylgdarmönnum um vorið
(9. maí) 1888 frá Granton til Islands og þaðan með sel-
veiðaskipinu Jason til Grænlands. Ur þeirri ferðkomhann
aptur (til Kaupmannahafnar) 21. maí 1889 og hafði hann
þá aflokið hinu fyrsta afreksverki sínu. Perð þessari hefir
hann lýst i bók sinni: »A skíðum um Grænland«. Varð
hann mjög frægur af þessari för sinni; var kosinn fjelagi
margra visindafjelaga, og fjekk þar að auki gullmedalíur
og krossa.
Árið 1890 kom hann í tímariti einu fram með það á-
form sitt, að reyna að komast til norðurheimsskautsins.
Var fyrirætlan lians sú, að láta sig bera með hafstraumi,
er liann taldi mundu liggja frá Behringssundi og norðaust-
urströnd Síbedn til norðurheimsskautsins, og þaðan suður
eða suðvestur milli Spitshergen og Grænlands. I ritgjörð
sinni kveður hann það eigi heint tilgang sinn að finna sjálft
norðurheimsskautið, heldur að rannsaka hið mikla ókunna
svæði kringum heimsskautið, og sje það i sjálfu sjer minnst
um vert, hvort menn hitti þá sjálft heimsskautið eða eigi.
Aformi hans var vel tekið. RikisþingiÖ norska veitti hon-
um 280000 kr., Oskar konungur og nokkrir Norðmenn gáfu
120000 kr. Landfræðisfjelagið í Kristjaníu safnaði saman
19500 kr., og landfræðisfjelagið í London 56000 kr., en Osk-
ar Dickson lagði rafmagnsljós til fararinnar. Gufuskip
(34)