Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1906, Qupperneq 23
hún glögt í ljós og kemur um miðjan December upp 3 stundum
fyrir súlarupprás, um árslokin 4!/4 stundum fyrir sólarupprás.
Síars sjest í ársbyrjun kl. 4 e. m. í suðri, 15 stig fyrir ofan
sjóndeildarhring Reykjavíkur, og gengur undir 6 stundum eptir
sólarlag. Um miðjan Apríl gengur hann þegar undir 3 stundum
eptir sólarlag og verður ósvnilegur i ljósaskiptunum. 15. Júlí
gengur hann á bak við sólina yfir á morgunhimininn, og kemur þar
i öndverðum Október upp 3 stundum fyrir sólarupprás, um miðjan
Nóvember 5 stundum fyrir sólarupprás. Um árslokin sjest hann
kl. 8 f. m. í suðri, 13 stig fyrir ofan sjóndeildarhring Reykjavíkur.
Mars, sem er auðþektur á roðablæ sínum, skín ekki sltært á þessu
ari, með því hann um lok Júlímánaðar er fjærst jörðunni, 53
ffliljónir mílna, í ársbyrjun og um árslokin um 36 miljónir mílna.
Mars reikar alt árið í austurátt meðal stjarna dýrahringsins, alt
írá Vatnsbevamerki til Vogaskálamerkis. I öndverðum December
t'eikar hann norður fyrir meginstjörnu Meyjarmerkis, Spica.
Júpíter sjest í ársbyrjun ki. 9 e. m. í suðri, 45 stig fyrir
ofan sjóndeildarhring Reykjavíkur, úr því æ fyr og fyr; hann
gengur undir 9 stundum eptir að hann hefur verið í suðri. Undir
lok Aprílmánaðar gengur hann undir um miðnæíti og hverfur þá
í ljósaskiptunum. 10, Jóní gengur haun á _bak við sólina yfir á
austurhimininn, og kemur þar í ofanverðum Ágóst upp kl. 10 e. m.,
en úr því æ fyr og fyr, unz hann undir árslokin er gegnt sólu
°g um miðnætti í suðri. Júpíter raikar frá því um miðjan Janúar
°g fram í ofanverðan Október í austurátt á meðal stjarnanna í
Nauts- og Tvíburamerki, en í Nóvember og December í vestnrátt
®eðal hinna síðartöldu stjarna.
Satúrnus gengur í ársbyrjun undir í útsuðri (SV.) 5l/2
stundum eptir sólarlag, í ofanverðum Janóar þegar 2l/2 stundu
eptir sólarlag og hverfur þá í ljósaskiptunum. 24. Febrúar gengur
hann á bak við sólina yfir á austurhimininn, en sjest þar þó ekki
fyr en í Agúst, þegar næturnar eru ekki orðnar eins bjartar. 4,
September er hann gegnt sólu og sjest um miðnætti í suðri, 17.
stig fyrir ofan sjóndeildarhring Reykjavfkur. í öndverðum Nóvember
er hann í suðri kl. 8 e. m., um árslokin Kl. 4 e. m., með því
hann jafnan gengur undir 4—5 stundum eptir að hann hefur
verið í suðri. Satúrnus er alt árið í Vatnsberamerki, og reikar
hann í vesturátt meðal stjarna þess merkis frá því í ofanverðum
Júní og fram í miðjan Nóvember, en annars heldur hann austur
á bóginn.
Uranus og Neptúnus sjást ekki með berum augum. Uranus
er alt árið í Skotmannsmerki, kemst ekki nema 2 stig upp fyrir
sjóndeildarhring Reykjavíkur og er29.Júní gegnt sólu. Neptúnus
er alt árið í Tvíburamerki, kemst 48 stig upp fyrir sjóndeildarliring
Reykjavíkur og er um nýjársleytið gegnt sólu.