Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1906, Síða 51
eftir. Sjaldan lieíir þjóöhöföingi veriö lofaöur meir
en Nikulás II. þá, og sjaldan hafa vonir brugðist
jafn-mikið. Friðarfundurinn hefir revndar haft mjög
mikilvœga þýðingu, almennur áhugi á eflingu friðar-
ins aukist mjög um alláu hinn mentaða heim, og
þannig hefir fundur þessi haft mikla óbeina þýðingu,
en ákvæði þau er gerð vóru á fundinum og allur
heinn árangur lians heflr reynzt fremur léttvægt.
Sá kvittur gaus uþþ, að Rússar efldu sem mest her-
húnað sinn einmitt á þeim tímum, svo að ekki virt-
ust þeir í verkinu vilja ganga á undan öðrum þjóð-
um með góðu eftirdæmi í takmörkun á hinum óhæfi-
lega kostnaði við herbúnað allan, sem Norðurálfu-
Þjóðir margar nú orðið fá vart undir risið og liggur
eins og martröð á öllum framförum þjóðanna og
hamlar fjárframlögum i nytsamlega átt. Pað mun og
aö sögn hafa legið við horð að Rússar réðist nokkru
síðar á landeignir Englendinga í Asíu, sérstaklega
Indland, en Englendingar áttu þá fullt í fangi með
Öúastríðið og hefðu því vart mátt við að takast þá
lika fangbrögðum á við Rússa; en Rússar hafa lengi
haft augastað á Indlandi, því að þaðan kemur Eng-
lendingum auður þeirra og velsæld að miklu leyti,
Rússcr hafa líka stöðugt verið að færast suður á
hóginn í Asíu og auka landeignir sinar þar um slóðir,
en Englendingar hins vegar fært sig norður á hóginn,
sVo að nú má kalla að þeir hafl mætzt. Sem betur
iór varð þó ekkert úr því að Rússar réðist á Eng-
iendinga i þelta sinn. En nú eftir að jaþanska stríðið
hófst hafa Englendin gar gert út leiðangur til að
*eggja undir sig Thibet, sem nú er orðið þrætuepli
nnlli Rússa og Englendinga; Rússar hafa nú við öðru
nð snúast og verða að sætta sig' við að sitja hjá og
horfa á.
. Pegar Kínverjar og Jaþanar attu í ófriði fyrir 10
frum og halla fór á Kínverja, skárust Rússar í leik-
lnn og urðu Jaþanar fyrir þá sök að láta aftur af
(37)