Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1906, Síða 55
arinn af mildi sinni uppgjöf saka fyrir ýmis pólitisk
afhrot, eftirgjöf á ógoldnum sköttum og afnám allrar
barsmiðarhegningar (sem Alberti vill innleiöa í Dan-
mörku!)
Það er sjálfsagt engin sældaræfi að vera einvaldi
allra Rússa, enda dylst pað eigi neinum, er séð licfir
Nikulás II., að bann er dapurlegur í bragði og' engan
ánægju eða gleði svip á honum að sjá, og erþaðsízt
að furða, þar sem hann getur nær aldrei verið óliult-
ur um líf sitt, þótt margir séu til að gæta hans. Þeir
cru auðþektir rússnesku leynilögregluþjónarnir inn-
an um mannþröngina: þeir sýnast í fljótu brag'ði
kyr rir og rólegir, en augu þeirra hvima samt í allar
áttir og gefa nánar gætur að hverri lireyfingu áhorf-
cndanna. Og þó geta allar tryggingarráðstafanir
brugðist. — I ríkisstjórnartíð hins núverandi keisara
hafa finmi hinna nánustu stjórnarembættismanna hans
Verið myrtir, þeirra síðasturvar innanríkisráðherrann
V. Plelive, liinn alkunni harðýðgisseggur. Pað er aug'-
ljóst, að slíkt getur gefið keisaranum tilefni til alvar-
lcgra hugleiðinga. Og þá eigi síður ástandið í ríkis-
flæmi hans. Hver veit nema einhvern tíma komi sá
tinii að hin rússneska þjóð rísi i jötunmóði úr ófrels-
isdrómanum og kollvelti hinu núverandi stjórnskipu-
h'gi. Pá gæti hásæti keisaradæmisins skolíið, nema
keisarinn láti undan í tíma og' slaki taumana, en til
þcss virðast hinar síðustu fregnir eigi benda. Hitt
cr víst, að ófriðurinn við Japana liefir komið losi á
hugina og að til tíðinda horflr i Rússaveldi innan
lengri eða skemmri tíina.
P. V. II.
(41)