Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1906, Síða 88
, . .. Framh. frá bls. 68.
smál., frá Noreg og Svíþjóð 98 skip 20,584 smál., og frá
öðrum löndurn 7 skip 1045 smál. Það er samtals 350 skip
84,609 smálestir. Þar af 70,940 smál. í gufuskipum, 13,669
smál. í seglskipum.
Þetta er mikil breyting á stuttum tima, það eru ekki
margir tugir ára siðan mestöll vara til landsins var flutt í
seglskipum frá Danmörku. A kaupmannastéttinni er einnig
orðin mikil breyting, nú eru 4/8 af kaupm. búsettir í land-
inu, en áður voru örfáir innlendir kaupm., nú eru 233
kaupmenn taldir að verzla í landinu, þar af innlendir 187,
og útlendir 46.
Skýrslan í þessu alman. um búnaðarástand landsilis
árið 1902 er nokkuð fyllri en skýrslan fyrir árið 1900 í
alman. fyrir 1903; hér er bætt við heyfeng, garðávöxtum
og mð í hverri sýslu, og einnig hve mikið er sléttað af
túnum. En þótt alt þetta sé útdráttur úr Landhagsskýrsl-
unum þá verður það að nokkru leyti ágiskan, því alt fram-
tal hér á landi er svo óáreiðanlegt; að eins má sjá hlut-
föllin milli sýslanna, því búast má við, að framtalið sé líkt
í flestum þeirra.
Þessí tvö ár, frá 1900 til 1902, hefur búpeningur auk-
ist í landinu. Sauðfje hefur fjölgað um 22,000, nautgrip-
ir um rúm 3000, og liestar um 2200. Það er ánægjuleg
íramför í áttina.
Skýrslan um fátœkrabyrði sýnir að gjöld til fátækra,
eru stærsta útgjaldabyrðin, sem landsmenn bera, en mjög
er hún mismunandi í sýslunum, að tiltölu er hún minnst
á Akureyri, A. Skaftafellssýslu og Eyjafjarðarsýslu, en roest
í Gullbriugu- Borgarfjarðar- og Arnes-sýslum.
í árslok 1899 voru 1126 fasteignalán í Landsbankan-
um, að upphæð — 924,930 kr., en síðan Yeðdeildin byrj-
aði 20. Júlí 1900 hafa þessi lán verið borguð eða flutt í
veðdeildina, svo nú eru að eins 614 lán ógreidd, samtals
364,335 kr. —
(74)