Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Blaðsíða 6
í yzta dálki til hsegri handar stendur hið foma fslenzka timatal;
eptir því er árinu skipt f 12 mánuði þrftugnætta og 4 daga umfram,
sem ávalt skulu fylgja þriðja mánuði sumars; í því er aukið viku
5. eða 6. hvert ár i nýja stíl; það heitir sumarauki eða lagningarvika.
Árið 1921 er sunnudagsbókstafur: B. — Gyllinital: 3.
Milli jóla og langaföstu eru 6 vikur og 1 dagur.
Lengstur dagur í Reykjavík 20 st. 56 m., skemstur 3 st. 58 m.
MYRKVAR 1921.
1. Hringmyndaður sólmyrkvi 8. Apríl. Hann sjest sem
deildarmyrkvi í norðaustasta hlutanum af Norðurameríku, Græn-
landi, austurhluta Atlantshafsins, meginhluta Norðuríshafsins, Islandi,
Færeyjum, Bretlandseyjum, öllu meginlandi Norðurálfunnar, norður-
hluta Afriku og norðvesturhluta Asíu. Hann verður hringmyndaður
í mjóu belti, sem liggur yfir Atlantshafið og Norðuríshafið og snertir
norðurhlutann af Skotlandi og norðvesturhluta Noregs. í Reykjavík
hefst myrkvinn kl. 6. 55' f. m. og endar kl. 9. 8' f. m.. Hann er mestur
kl. 8. 0' f. m. og nær þá yfir 1/8 af þvermæli sólhvelsins.
2. Almyrkvi á tungli 22. Apríl. Sjest ekki í Reykjavík.
3. Almyrkvi á sólu 1. Október. Sjest ekki í Reykjavík.
Hann sjest sem deildarmyrkvi í suðausturhluta Kyrrahafsins, suður-
hluta Suðurameríku, syðsta hluta Atlantshafsins, á nokkru svæði í
Suðuríshafinu og f suðvestasta hlutanum af ’ Indlandshafinu. Hann
er almyrkvi í mjóu belti, sem liggur yfir syðsta hlutann af Kyrra-
hafinu og Suðuríshafið.
4. Deildarmyrkvi á tungli 16. Október. Hann hefst kl. 8.14'
e. m., endar kl. 11. 34' e. m. og sjest allur í Reykjavík. Hann er
mestur kl. 9. 54' e. m. og nær þá yfir 94/ioo af þvermæli tungl-
hvelsins.