Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Page 32
myndirnar einar uröu honum ónógar. Hann práðá
aö finna sjálfan sig, þráði fullnægju anda síns, sem
hann siðar fann í skáldskapnum, par sem saman 1
rennur hijómur og mynd á grundvelli draums og
veruleika. Hann gaf málaralistina frá sér; settist
hann nú að í Svisslandi og lifði par nokkurs konar
einsetumannslífi með konu sinni í allmörg ár. Las
hann nú af kappi miklu ýmis fræði, en pó einkum
heimspeki og sögu. Voru pessi ár honum tími und-
irbúnings og proska. Hann ritaði pá mikið og orti
margt, en ekki hraðaði hann sér að birta pað, er
hann ritaði. Á hann að því leyti sammerkt við suma
landa sína, svo sem Selmu Lagerlöf, Karlfeldt og
Fröding, að hann var seinn til þess að gefa út rit
sín. Hann brendi meira af kvæðum sínum en hann
varðveitti, og var hann nær þrítugur að aldri, er út
kom hið fyrsta rit með nafni hans, en pað var áriö
1888. Pá birtist kvæðasafnið vVcillfart och vandrings-
ttr«, og var hann þá kominn heim aftur til fóstur-
jaröar sinnar. Jafnskjótt seni kvæðasafn petta kom
út, varð Heidenstam frægur maður heima fyrir. Hér
kveður Heidenstam um gleði lífsins, dregur upp
myndir frá suður- og austurlöndum með nýrri og
stórfeldri formsnild. Rekur nú um hríð hvert ritið
annað frá hendi hans; berst hann þá fast gegn peirri
stefnu, er mestu réð pá í skáldskap Svía og lýsti
sér í daufum og mæðusömum frásögnum úr hvers-
dagslifi manna; má hér til nefna Renássans (1889) og
Pepitas Bröllop (1890), er hann samdi ásamt skáldinu
og fræðimanninum Óskari Levertin. Enn fremur
koma þá út ferðaminningar eftir hann, Fran Cot di
Tenda till Blocksberg (1888), og skáldsagan Endymion
(1889), og er þar enn efni sótt til austrænna þjóða.
í báðum þessum ritum sýnir Heidenstam frumlega
snild sína i formi sundurlauss máls eigi miður en í
hreinum kveðskap. Árið 1892 kemur út Hans Alienus,
eins konar skáldleg játning höfundarins um hugar-
(2)