Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Side 33
hræringar sínar og æviatburöi. Er það meö fæstum
oröum að segja stórfagurt skáldrit, ípætt hugsjónum
og hugmyndagnótt. En hér er horflnn taumlaus
gáski fyrri rita hans; eins konar þunglyndis kennir
þar á köflum; hljómhreimurinn veröur dýpri en
áður. Og í Diklen (1895) verður angurbliðan enn
sterkari.
En eftir petta tekur Heidenstam að fást við nýtt
viðfangsefni, sögu fósturjarðar sinnar. Dvelst hann í
Rússlandi 1895—96 í pví skyni, og árin 1897—98
kemur út eftir hann Karolinerna, og er hann par
með kominn út á pá braut að rita sögulegar skáld-
sögur, sem lengi skyldi standa. Leggur hann nú
kveðskapinn mjög til hliðar, svo að ekkert birtist
frá honum í peirri grein annað en kvæðaflokkurinn
Etl folk og tvær smákvæðabækur í meira en áratug.
Telja Svíar svo sjálfir, að Karlungasögurnar (Karo-
linerna) sé eitt hið stórfeldasta rit í sundurlausu
máli, er ritað sé á sænska tungu. Málfar Heiden-
stams liggur fjarri daglegu viðræðuskrafl og blaða-
máli líðandi stundar, sem ella smeygir sér inn hvar-
vetna. Málið er að gerðinni hátíðlegt og pó gagnort
og andríkt. Pessa hins sama kennir í kveðskap hans
samfara hrynjandi og hreimi fjölskrúðugs máls.
Sænskur rithöfundur segir um Hans Alienus: »Hér eru
atburðir málaðir með rneiri list en nokkur sænskur
tnaður heflr áður gert. Hér er að finna ótæmandi
og fjölbreyttustu fegurðarfjársjóðu. Hvar getur slik
hugbrigði? Litum á lýsing Bacchusargöngunnar, trylta
°g taumlausa æðisnautn drykkjanna. Lítum á forn-
mannaljómann í veizlunum í Rómi, geðbrigðunum,
sem sólu stafað og sumarlygnt Miðjarðarhafið vekur,
draumpáttinn volduga um eyðing skuggaheimsins.
■ • . Hvað er pað í öllum bókmentum vorum, sem
skrúðgirni og hugmyndaeldi getur komizt til jafns
heimsókn Hans Alienuss í Babýlon hinni fornu?
°g hverju verður líkt við »Pilgrimens julsáng«,
(3) ’l