Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Page 35
Til landsflykt födas vara fremsta man.
Var stolt, att hedern ej blev dig förmenad.
Den iir ei várd ett handslag av en van,
som icke tio liingta att se stenad.1 2)
En prátt fyrir alvöruna í síðari ritum Heidenstams,
þá er þó ekki þar að ræða um lamandi alvöru,
heldur huggandi alvöru og bjartsýni. Heidenstam
hefir sjálfur haldið því fram, að hann væri trúboði
i rýmstu þýðingu orðsins. Og það er hann, þótt ekki
sé með venjulegu predikarasniði. Hann lætur eina
af söguhetjum sínum segja: »EIskið líf yðar og starf-
semi; yður brestur það, að þér eigið ekki kærleika«.
»Hvenær sástu hjá oss nokkurn mann, sem starfaði
með kærleika? Hvers vegna eru bátar vorir og verk-
færi svo ljót og krukkurnar þarna á hillunni svo
klumbulegar? Pað er vegna þess, að þetta er gert í
hirðuleysi og kærleikslaust. . . . Littu á, það er hið
undursamlega vald kærleikans, að hann veitir því,
sem minst er vert, göfgi og gerir það svo mikið, að
það öðlast gildi og að þú öðlast sjálfur gildi, að eins
vegna þess, að þú átt kærleikann til að bera«. Pessi
alvara er ein tegund lífsgleði, sem sannarlega er
sjaldgæf, og með þessum og þvílíkum orðum berst
Heidenstam á móti drunga þeim og myrkri, sem
efnishyggjan hefir breitt yfir löndin. Við þessa lífs-
skoðun sína sameinar hann fegurðarþrá, löngun sina
til líkamsfjörs og sálarhressleika að fornaldarhætti
og ást sína á Svíaríki og hinni sænsku þjóð, er hann
ávarpar þessum hvatningarorðum í »Ett folk«:
intet folk fár bli mer en du,
det er málet, vad helst det kostar-2)
í*essi lífsskoðum Heidenstams lagði honum þessi
1) Vorir fremstu menn fæðast til útlegðar. Vertu mikillátur af
Þvi, að þér var ekki synjað um heiðurinn. Sá maður, sem tiu
^enn þrá ekki að sjá grýltan, er ekki verður liandtaks vinar.
2) P. e. Engin þjóð má vera meiri en þú, það er markið, hvað
Se® það kostar.
(5)