Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Blaðsíða 38
hann tekið sér yrkisefni frá Indlandi í leikritið
Offerildene (Fórnarbálin), sem kom út skömmu eftir
aidamótin, og var leikið á konunglega leikhúsinu í
Kaupmannahöfn — einkennilegt og fallegt leikrit.
Pá komu skáldsögurnar Pilgrimen Kamanita (Píla-
grimurinn Kamanita). Den Fuldendtes Hustru (Kona
hins alfullkomna) og Verdensvandrerne (Ferðamenn
of víða veröld). Sögur þessar eru hver annari glæsi-
legri og íburðarmeiri, og margrar austurlandaspeki
gætir par. Og svo gerla hafði Gellerup kynt sér alt
pað, er hann hér ritar um, að alkunnir fræðimenn
á þeim sviðum hafa lokið hinu mesta lofsorði á
áreiðanleik og nákvæmni allra lýsinga í hverju einu.
— Kemur pað hér fyllilega í Ijós — eins og reyndar
alstaðar í ritum Gellerups — að hann er fyrst og
fremst rannsóknargáfu gæddur, og reynir að brjóta
viðíangsefnin til mergjar — en skáldið kemur svo
eftir á og sveipar árangurinn af margra ára vísinda-
legum og sögulegum rannsóknum fegurðarblæju list-
arinnar, áður þær séu leiddar fram fyrir almenn-
ingssjónir. Gellerup var, sem áður er getið, uppruna-
lega guðfræðingur; má vera, að guðfræðin hafi eigi
verið honum lítið áhugaeíni, pó hann fyrir ýms
æskuáhrif hyrfi frá að taka prestsvigslu. Á petta
benda bæði hinar grandgæfilegu rannsóknir hans á
trúarbrögðum Austurlanda, og eigi siður hitt, að
þegar peim var lokið, tók hann að fást við kirkju-
sögu miðaldanna og reit tvær bækur um pað efni:
Guds Venner — Vinir drottins — og Den gyldne
Gren — Hin gullna grein. Mjög lærðar, en fremur
torlesnar bækur.1)
Af pessu, sem hér er drepið á, má ráða, að Gelle-
rup hefir verið meira sagnfræðingur en sálarfræð-
1) Meðal þeirra skáldrita Gellerups, sem einna mestum vin-
sældum liaía átt að fagna i Danmörku, má nefna »Minna« (kven-
mannsnafn), ritað eftir fyrstu för lians til Pýzkalands, og Mollen
(Mylnan).
(8)