Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Side 39
ingur, enda bera rit hans þess öll Ijósan vott, Aö*
vissu leyti var hann og frá upphafi siðfræöingur
meöal siðleysingja, sem vér mundum kalla svo, og.
hélt því þegar fram í fyrsta leikriti sínu, aö enda
þótt ástríður, munaöarlíf og dægurflugnaháttur geti
laðað tóna úr sálarhörpu skáldanna, sé þó það til,,
sem öllu þessu sé æðra, og eigi sér dýpsta og feg-
ursta tóna — o: hin skáldlega hugsjón, er eygir
lengst og fjærst, er alt jarðneskt hverfur hennú
sýnum.
Árið 1917 fékk Gellerup hálf Nóbelsverðlaun mót
Hinrik Pontoppidan. Rýmkaði þá talsvert um efna-
hag hans, er jafnan hafði verið þröngur. En því
miður naut hann skamma stund áhyggjulausrar æfi,,
því haustið 1919 veiktist hann snögglega og andaðist
11. október, eftir stutta legu.
Björg P. Blöndal.
Knut Hamsun.
Knútur Hamsun er að mörgu leyti einstakur v
sinni röð meðal norrænna skáldsagnahöfunda. Hon-
um er að vissu leyti mjög markaður hás, en innan
sins svæðis er hann alkastamikill að vöxtunum og
legst djúpt. Pað er sagt, og með sanni, um skáld»
yfirleitt, að þau fari ekki langt fram úr sinni eigin
persónu — eða þeim möguleikum til annarlegra per-
sóna, sem í þeim sjálfum dyljast — meir eða minna»
Ijóst sjálfum þeim. Einkum á þetta þó við um höf-
unda þá, er rita út frá eigin náttúrugáfu, án þess aö*
styðjast við sérmentun á fleiri eða færri sviðum. —
Og á þessu er enginn vaíi, livað Hamsun viðvíkur..
Aðalpersónan i fyrstu bókum hans: Sult (Hungur),.
Mysterier (Undrin), Pan, Munken Wendt o. fl. er
eiginlega ein og sama persóua á mismunandi þroska-
(9)