Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Page 40
-skeiöi, sem nokkurn veginn helzt í liendur við proska
iiöfundarins sjálfs. Hamsun er hvorki lærður heim-
-spekingur, eins og Jóhann Bojer, né viðlesinn sagn-
■íræðingur, eins og Karl Gellerup. — Hann er — í
•Cyrstu að minsta kosti — lítt mentaður á bók, en
■peim mun fróðari um hugsunarhátt alpýðu manna.
Petta markar honum svið, er hann fer að yrkja, en
-■sviðið markast líka af eigin eðli og athygli sjálfs
'■hans. Með skáldgáfu sinni og skarpskygni nemur
'hann sér konungsríki í nágrenni við heimspekina og
sagnfræðina — eða öllu heldur frumlandið, sem
háðar pær fræðigreinar og skáldrit pau, er byggjast
sá peim, eiga rætur sínar til að rekja.
Petta einvaldsríki Hamsun eru frumkendir manns-
eálarinnar — samkendir hennar við lífkenda náttúr-
una, sem hún sjálf er runnin af — fyrstu ástarum-
íbrot í hugum karla og kvenna, með öllu pvi hafróti
andstæðra tilfinninga, sem peim er samfara, —
kendir pær, hugsanir og verknaður sá, er stafar frá
meiri eða minni fullnægingu af pörfum líkamaus. —
Og kemur pá oft aðdáanlega í ijós hjá honum, hversu
andlegum yfirburðum sé misjafnlega skift, eins og
-t. d. pegar hann á einum stað lætur mann — sögu-
iietjuna — sem ekki hefir bragðað mat í heilan dag
■eða meir, selja af sér buxnagarmana til pess að geta
agefið betlara heila krónu — sem hann fékk fyrir
jpær. Hamsun hefir yfir höfuð mjög gott auga fyrir
gletni lífsins. Og lýsingar Hamsun á pessum sviðum
>«ru yfirleitt ágætar, athuganirnar skarpar og fjöl-
fireyttar. — Algert samræmi við sjálfa náttúruna
-virðist markmið pað hið æðsta og helzta, er Ham-
sun hugsar sér. Kemur pað einna bezt fram í Pan.
-Honum er illa við alla menningu, finst hún andstæð
pví bezta í manninum, trufla eðlilegt líferni hans og
-hlaupa með hann í gönur eða gera hann hálfdrætt-
íngs oddborgara. Sér hann hér, eins og oft vill verða,
,að yfirborðsmenning gerir út af við Ýmislegt sér-
(10)