Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Side 41
kennilegt í einstaklingnum, án þess að gefa honum
nokkuð verðmætt í staðinn, hvorki fj'rir hann sjálfan
né pjóðfélagið.
Hamsun er að vissu leyti hugsæismaður (róman-
tiskur), en hugsjón lians leitar inn á við og aftur á
bak — ínn í hið frumlegasta og fyrsta eðli manns-
sns, þar sem samkendir hans við nátlúruna enn eru
óbilugar og styrkleiki þeirra og margbreytni því
mælikvarði hamingjunnar. Pó getur ekki hjá því
farið, að söguhetjur Hamsuns séu snertir orðnir af
nútíðarmenningunni. Vekur slíkt ósamræmi eitt í
sjálfum þeim, en á eigi þau itök i þeim, að það geti
orðið þeim afl eða orka, er hefji þá upp í heim
þeirra hugsjóna, er leita upp á við og fram á leið og
veita manninum æðstan unað í samkend við öfl þau,
er andans heima byggja og lögmál þau, er fram-
þróun einstaklingsins og barátta hans við að losa
sig úr læðing hlíta.
Hér liggja takmörk Hamsuns. Hann gæðir ekki
persónur þær, er hann leiðir oss fyrir sjónir, neinu
andans gróðrarmagni. Hann virðist hvorkí hafa auga
fyrir gróðrarmagni kenda og tilfinninga fyrir liugs-
anir mannsins, né fyrir nokkur áliugamál þjóðfé-
lagsins.
í seinni bókum sínum, Segelfoss bjr, Markens Grode
og nokkrum öðrum þar á undan reyndar líka, hefir
Hamsun snúið sér meira að þjóðfélagslýsingum inn-
an þröngra takmarka en að einstökum mannlýsing-
um. En skáldeiginleikar hans — kostir og takmörk —
eru hinir sömu og í fyrri bókunum. Hann er einkar
glöggskj^gn á hið broslega í fari manna, stundum all-
kaldhæðinn, en stundum hlýr í anda, rétt eftir því
hvernig á honum liggur. Framsetningin venjulega
laðandi og létt, einkum í seinni bókunum.
Hamsun er nú farinn að reskjast, en á vonandi
langa og frjósama framtíð enn fyrir höndum. Hann
er nú auðsjáanlega að beina huganum nokkuð að
(11)