Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1921, Page 45
arflokkurinn efldist smám saman. Áriö 1918 komst sát>
flokkur í meira hluta (fekk 12 atkvæði af 22) og gerðifc
þá Jóannes að landsþingsmanni í ríkisdegi Dana-
Hann hóf aftur i landsþinginu þá stefnu, sem hann>
hafði orðið frá að hverfa í þjóðþinginu 1906. Hann
vill enn sem fyrr, að Færeyingar verði sjálfbjarga b
öllum greinum.
Við kosningar til þjóðþingsins, er fóru fram sam-
tímis (1918) unnu sambandsmenn með 2800 atkv. gegn
2600. Um stuttan tíma hafði þá í þjóðþinginu setið'
Færeyingur, utan flokka þar, en styðjandi sjálfstjórn
Færeyinga.
Nú er aftur að koma annað hljóð í strokkinn. Á.
þessu sumri fekk sambandsflokkurinn 3100 atkvæði,.
en sjálfstjórnarflokkurinn 1700. Olli þessu nokkuð
riðlunin í dönskum stjórnmálum, stjórnarskifti þar
og margvíslegar æsingar. Ofan á þetta bætist, að bú-
ast má við því, að sjálfstjórnarflokkurinn komist í
niinna hluta i lögþinginu og Jóannes missi sess sinn
í landsþinginu.
Og eftir eru þá þessir blessuðu 1700; þeir eru
grundin, sem ekki bifast. Og nú fer Kirkjubæjarbónd-
inn efalaust af stað aftur til þess að bæta hana og-.
færa út.
I einkalífl sinu er Jóannes bóndi auðnumaður...
Hann kvæntist ungur íslenzkri konu, Guðnýju Eiríks-
dóttur frá Ivarlsskála i Reyðarfirði. Pau eiga níu börn,
fimm dætur og fjóra sonu. Húsfrej'jan í Kirkjubæ
hefir haft mikið að gera um dagana með sitt stóra
bú og sinn mikla barnahóp. Hún hefir komið sér vel
Við Færeyinga og þeir við hana; blið og þýð hefir
bún verið heim að sækja, og kunnugir láta mikið aU
bvi, hvern stuðning hún hefir veitt bónda sínum^
ffenni til sæmdar má geta þess, að á þjóðmálafundi
einum i Pórshöfn var harðlega gengið fram á móti
■fóannesi sem oftar, þvi að enginn Færeyingur hefir
(15)